Written on .
Written on .
Föstudaginn 21. apríl kl. 17 verður viðburður í Sunnusalnum í Iðnó í Reykjavík á dögum Bókmenntahátíðar í Reykjavík. Yfirskrift viðburðarins vísar í Victor Hugo: „Það er ástæðulaust að þegja þó að ekki sé hlustað á þig“.
Skáld frá Slóvakíu lesa úr verkum sínum ásamt höfundum af erlendum uppruna á Íslandi sem stigið hafa inn á íslenskan ritvöll á síðustu árum. Frá Slóvakíu koma: Dominika Moravciková, Jakub Juhás og Juliana Sokolová. Og frá Íslandi eru: Jakub Stachowiak og Mao Alheimsdóttir.
Í umræðum sem Victoria Bakshina stýrir verður athyglinni beint að stöðu bókmennta í Slóvakíu og Mið-Evrópu og hvort staðan sé önnur á Íslandi. Jafnframt verður rætt um hlutverk skáldsins á umbrotatímum, mikilvægi skáldskapar fyrir minnihlutahópa og hvernig það er að vera höfundur af erlendum uppruna á Íslandi.
Viðburðurinn er skipulagður af Gunnarsstofnun og Rithöfundasambandi Íslands í tengslum við verkefnið „Epic Residencies“ sem er stutt af Uppbyggingarsjóði EES og snýr að menningarsamstarfi Íslands, Slóvakíu og Noregs.
Written on .
Written on .
Austfirskir höfundar fylla lestina í ár
Rithöfundar verða á ferð um Austurland 17. - 20. nóvember að kynna verk sín venju samkvæmt. Að þessu sinni verður Rithöfundalestin alfarið austfirsk þar sem allir höfundar eiga rætur eða eru búsettir á Austurlandi. Kjarna lestarinnar mynda fjórmenningarnir: Benný Sif Ísleifsdóttir með skáldsöguna Gratíana sem er framhald Hansdætra; Jónas Reynir Gunnarsson með skáldsöguna Kákasus-gerillinn; Smári Geirsson með stórvirkið Sögu Fáskrúðsfjarðar; og Ragnar Ingi Aðalsteinsson með þrjú verk, Líkið er fundið - sögur af Jökuldal, kvæðasafn systkinanna frá Heiðarseli og bók um Skáld-Rósu. Aðrir höfundar sem stíga um borð í lestina á mismunandi stöðum eru: Unnur Sveinsdóttir með barnabókina Skotti og sáttmálinn; Ásgeir Hvítaskáld með skáldsögu byggða á sönnum atburðum, Morðið í Naphorni; ; Jón Pálsson með glæpasöguna Skaðræði; Jón Knútur Ásmundsson með ljóðabókina Stím; Anna Karen Marinósdóttir með ljóðabókina Kannski verður allt í lagi; og Björn Ingvarsson með þýðingar á ljóðum Inúíta.
Upplestrarsamkomur Rithöfundalestarinnar verða sem hér segir:
Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
Rithöfundalestin er samstarfsverkefni Gunnarsstofnunar, Skaftfells, Menningarstofu Fjarðabyggðar, menningarsviðs Múlaþings og menningar- og atvinnumálanefndar Vopnafjarðarhrepps.
Verkefnið nýtur stuðnings Uppbyggingarsjóðs Austurlands, Síldarvinnslunnar, Alcoa, Atlantsolíu, Brims, Forlagsins, Bílaleigu Akureyrar og Gistihússins á Egilsstöðum.
Allar upplýsingar um viðburðina er að finna á Facebook-síðum samtarfsaðilanna.
Written on .
Menningarsjóður Gunnarsstofnunar auglýsti í vor eftir umsóknum með sérstaka áherslu á list- og miðlunarverkefni tengd austfirskum menningararfi og verkefni tengd ritverkum og ævi Gunnars Gunnarssonar. Stjórn sjóðsins hefur tekið ákvörðun um úthlutun og eftirtalin verkefni hljóta styrki:
Jafnframt veitir sjóðurinn Gunnarsstofnun styrk vegna nýrrar miðlunar á Skriðuklaustri til að koma Ugga litla Greipssyni úr Fjallkirkjunni yfir í viðaukinn veruleika (AR). Heildarúthlutun úr Menningarsjóði Gunnarsstofnunar þetta árið nemur 2,2 m.kr.
Sjá nánar um úthlutunina hér.