Gunnarsstofnun

Gunnarsstofnun varð til árið 1997 með reglum sem menntamálaráðherra, Björn Bjarnason, setti um stofnunina. Samkvæmt þeim reglum, með áorðnum breytingum, starfaði Gunnarsstofnun allt til ársloka 2007 og tók mið af gjafabréfi Gunnars Gunnarssonar skálds og Franziscu Gunnarsson, konu hans, frá 11. desember 1948. Frá 1. janúar 2008 hefur stofnunin verið rekin sem sjálfeignarstofnun með skipulagsskrá.

Árið 1999 var gert samkomulag milli menntamálaráðuneytis og landbúnaðarráðuneytis um að Gunnarsstofnun hefði til umráða og umsjónar á Skriðuklaustri í Fljótsdal, Gunnarshús, Skriðu sem forstöðumannsbústað, og 15 ha lóð umhverfis húsin. Þar hefur stofnunin aðsetur sitt þó að starfsvettvangur hennar sé Austurland og í raun heimurinn allur.

Á Skriðuklaustri rekur Gunnarsstofnun menningar- og fræðasetur með lifandi menningarstarfsemi árið um kring, sýningum, tónleikum, fyrirlestrum og öðrum viðburðum.

Stjórn

Stjórn sjálfseignarstofnunarinnar er þannig skipuð frá og með 1. janúar 2018:

  • Gunnar Björn Gunnarsson formaður, skipaður af menntamálaráðneyti, varamaður hans er Gunnar Martin Úlfsson.
  • Sigríður Sigmundsdóttir varaformaður, skipuð af Austurbrú ses., varamaður hennar er Björg Björnsdóttir.
  • Margrét Jónsdóttir, skipuð af Háskóla Íslands, varamaður hennar er Hjalti Hugason.
  • Svanhildur Óskarsdóttir skipuð af Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, varamaður hennar er Rósa Þorsteinsdóttir.
  • Oddný Eir Ævarsdóttir skipuð af Rithöfundasambandi Íslands, varamaður hennar er Bjarni M. Bjarnason

Starfsmenn

Forstöðumaður

Skúli Björn Gunnarsson er fæddur austur á Fljótsdalshéraði 24. mars 1970. Hann er íslenskufræðingur að mennt en starfaði við útgáfu, kynningu, auglýsingar, margmiðlun, vefsíðugerð og almannatengsl áður en hann tók við starfi forstöðumanns Gunnarsstofnunar 1. október 1999.

Netfang Skúla Björns er skuli [hja] skriduklaustur.is

Aðrir starfsmenn

Ólöf Sæunn Valgarðsdóttir (Skotta) er mannfræðingur sem starfað hefur hjá Gunnarsstofnun með hléum frá 2001. Hún hefur umsjón með gestamóttöku á staðnum og stýrir sumarstarfsemi auk annarra verkefna.

Netfang Ólafar Sæunnar (Skottu) er skotta [hja] skriduklaustur.is


Hafðu samband

  • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Komdu í heimsókn

Fylgdu okkur