Vorið kemur, heimur hlýnar...

Voropnun á Skriðuklaustri hófst laugardaginn 1. apríl. Í apríl og maí verður opið alla daga bæði á safninu og hjá Klausturkaffi kl. 11-17. Vorsýning er eins og oft áður samstarfsverkefni Gunnarsstofnunar og Handverks og Hönnunar. Leitað var innblásturs til skáldsins Jóhannesar úr Kötlum og eftir þungan vetur um allt land var ákveðið að vorið og gróandinn yrðu tema sýningarinnar.  Valin voru verk frá tíu einstaklingum víðsvegar að af landinu sem fást við handverk og list. Flest eru verkin marglit eða í skærum litum og úr fjölbreyttu hráefni. Sýnendur eru: Anna Gunnarsdóttir, Auður Bergsteinsdóttir, Bjarni Þór Kristjánsson, Embla Sigurgeirsdóttir, Erla Björk Sigmundsdóttir, Guðný Hafsteinsdóttir, Guðrún Halldórsdóttir, Ingibjörg  Ósk Þorvaldsdóttir, Jedúddamía (Kristrún Helga Marinósdóttir) og Ólöf Erla Bjarnadóttir.
Sýningin stendur fram til 1. maí.

Hafðu samband

  • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Komdu í heimsókn

Fylgdu okkur