Jólakveðja frá Skriðuklaustri - Merry Christmas

Gunnarsstofnun og Klausturkaffi óska gestum og velunnurum Skriðuklausturs gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á komandi ári. Kærar þakkir fyrir allar heimsóknirnar á árinu sem er að líða. 
We send our best greetings to those who visited us this year and look forward to see you all in 2024. Merry Christmas and Happy New Year.

Anna Karín sýnir stuttmyndir í gallerí Klaustri

Anna Karín Lárusdóttir er listamaður maímánaðar í gallerí Klaustri. Sýning á stuttmyndum hennar var opnuð á uppstigningardag 9. maí. Listakonan var á staðnum og sýhdi stuttmyndirnar tvær í stássstofu á efri hæðinni. Þær fóru síðan í sýningar í gallerí Klaustri á neðri hæð og stendur sýningin til 31. maí.
Anna Karín er kvikmyndagerðarkona frá Egilsstöðum. Hún útskrifaðist úr Kvikmyndaskóla Íslands árið 2019 og hefur síðan þá unnið meðal annars sem leikstjóri, höfundur, klippari og framleiðandi, bæði sjálfstætt en einnig hjá RÚV og Sagafilm. Hún hefur gríðarlega mikinn áhuga á samfélaginu, fjölskyldutengslum, kynjamálum og tilfinningalífi ungmenna og fjallar um þessi málefni í verkum sínum. Stuttmyndirnar hennar Felt Cute og XY hafa ferðast víða um heim og unnið til ýmissa verðlauna. Anna Karín hlaut einnig viðurkenninguna “Uppgötvun ársins” á Edduverðlaunum 2024.

Fjölröddun - páskasýningar

Voropnun hófst á Skriðuklaustri á föstudaginn langa 29. mars. Þá voru opnaðar tvær sýningar. Annars vegar Fjölröddun, sýning Bjargar Eiríksdóttur, myndlistarkonu frá Akureyri, á videóverki og málverkum. Sú sýning er í stássstofu á efri hæð en niðri í gallerí Klaustri er sýning á fimm málverkum eftir Gunnar yngri listmálara, son skáldsins. Gunnarsstofnun hefur nýverið fest kaup á þeim verkum og því við hæfi að sýna þau. Þessar páskasýningarnar standa til 14. apríl og eru opnar alla daga kl. 11-17. Safnið og Klausturkaffi eru opin á sama tíma og í boði hádegishlaðborð alla daga og kaffihlaðborð að auki um helgar. 

Konudagserindi um listsköpun íslenskra kvenna á fyrri öldum

Fyrsti viðburður ársins 2024 á Skriðuklaustri er að venju á konudeginum. Að þessu sinni kemur Lilja Árnadóttir, fyrrum sviðsstjóri munasafns Þjóðminjasafnsins, með erindið Með verkum handanna: Um listsköpun íslenskra kvenna á fyrri öldum.  Titill erindisins er hinn sami og yfirstandandi sýningar í Þjóðminjasafni Íslands þar sem sýnd eru öll 15 refilsaumsklæði íslensk sem varðveist hafa frá miðöldum. Sýningin byggir á áratugarannsókn Elsu E. Guðjónsson (1924-2010) á refilsaumi en hún starfaði á Þjóðminjasafni Íslands í rúm 30 ár. Lilja var ráðgjafi við sýninguna og ritstýrði einnig bók Elsu sem kom út í tengslum við sýninguna og hefur vakið mikla athygli.

Erindið hefst kl. 14, sunnud. 25. feb. Aðgangur er ókeypis og eru öll velkomin meðan húsrúm leyfir. Viðburðinum verður einnig streymt á Youtube-rás Skriðuklausturs.

Klausturkaffi býður upp á hádegisverð á undan erindinu og kaffihlaðborð að því loknum. Nánari upplýsingar um það eru á Facebooksíðu Klausturkaffis. 

Jólakveðja úr Fljótsdal 2023

Gunnarsstofnun og Klausturkaffi óska gestum og velunnurum Skriðuklausturs gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á komandi ári. Kærar þakkir fyrir allar heimsóknirnar á árinu sem er að líða. 
We send our best greetings to those who visited us this year and look forward to see you all in 2024. Merry Christmas and Happy New Year.

Hafðu samband

  • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Komdu í heimsókn

Fylgdu okkur