Written on .
Written on .
Written on .
Fyrsti viðburður ársins 2024 á Skriðuklaustri er að venju á konudeginum. Að þessu sinni kemur Lilja Árnadóttir, fyrrum sviðsstjóri munasafns Þjóðminjasafnsins, með erindið Með verkum handanna: Um listsköpun íslenskra kvenna á fyrri öldum. Titill erindisins er hinn sami og yfirstandandi sýningar í Þjóðminjasafni Íslands þar sem sýnd eru öll 15 refilsaumsklæði íslensk sem varðveist hafa frá miðöldum. Sýningin byggir á áratugarannsókn Elsu E. Guðjónsson (1924-2010) á refilsaumi en hún starfaði á Þjóðminjasafni Íslands í rúm 30 ár. Lilja var ráðgjafi við sýninguna og ritstýrði einnig bók Elsu sem kom út í tengslum við sýninguna og hefur vakið mikla athygli.
Erindið hefst kl. 14, sunnud. 25. feb. Aðgangur er ókeypis og eru öll velkomin meðan húsrúm leyfir. Viðburðinum verður einnig streymt á Youtube-rás Skriðuklausturs.
Klausturkaffi býður upp á hádegisverð á undan erindinu og kaffihlaðborð að því loknum. Nánari upplýsingar um það eru á Facebooksíðu Klausturkaffis.
Written on .
Written on .
Rithöfundalestin brunar um Austurland
Rithöfundalestin verður á ferð um Austurland 16. - 19. nóvember og stoppar á sex stöðum þetta árið. Kjarna lestarinnar mynda höfundarnir: Arndís Þórarinsdóttir með barnabókina Mömmuskipti; Bergþóra Snæbjörnsdóttir með skáldsöguna Duft - söfnuður fallega fólksins; Nanna Rögnvaldardóttir með skáldsöguna Valskan; og Eskfirðingarnir Sævar Guðjónsson og Þórhallur Þorvaldsson með bókina um Palla í Hlíð - stilkur úr lífshlaupi ævintýramanns. Jafnframt verða kynnt fleiri verk er tengjast Austurlandi og verður viðburðurinn á Skriðuklaustri í opnu streymi á netinu.
Upplestrarsamkomur Rithöfundalestarinnar verða sem hér segir:
Fimmtudaginn 16. nóv. á Vopnafirði í Uss Bistro Kaupvangi kl. 20:30; föstudaginn 17. nóv. í Löngubúð á Djúpavogi kl. 20:00; laugardaginn 18. nóv. í Safnahúsinu í Neskaupstað kl. 14:00 og í Skaftfelli Seyðisfirði kl. 20:00. Lestarferðinni lýkur á sunnudeginum 19. nóv. með viðburði á Skriðuklaustri kl. 13.30 (verður einnig í streymi) og á KHB ölstofu á Borgarfirði kl. 20:00.
Allar frekari upplýsingar er að finna á facebook síðum gestagjafa upplestaranna.
Rithöfundalestin er að stofni til frá 1992 og nýtur stuðnings Uppbyggingarsjóðs Austurlands og austfirskra fyrirtækja sem og annarra aðila.