Úthlutun Menningarsjóðs 2022

Menningarsjóður Gunnarsstofnunar auglýsti í vor eftir umsóknum með sérstaka áherslu á list- og miðlunarverkefni tengd austfirskum menningararfi og verkefni tengd ritverkum og ævi Gunnars Gunnarssonar. Stjórn sjóðsins hefur tekið ákvörðun um úthlutun og eftirtalin verkefni hljóta styrki:

  • Þýðing Aðventu yfir á hebresku til útgáfu í Ísrael, 400 þús. kr.
  • Norsk þýðing og útgáfa á 12 smásögum Gunnars Gunnarssonar, 400 þús. kr.
  • Hnikun - bókverk tengt sýningu í Sláturhúsinu á Egilsstöðum þar sem unnið er með sögu hússins, 300 þús. kr.
  • „Dwelling on the banks of Jökla“ - könnun á sambandi mannfólks og ómennskrar náttúru við Jöklu, 100 þús. kr.

Jafnframt veitir sjóðurinn Gunnarsstofnun styrk vegna nýrrar miðlunar á Skriðuklaustri til að koma Ugga litla Greipssyni úr Fjallkirkjunni yfir í viðaukinn veruleika (AR). Heildarúthlutun úr Menningarsjóði Gunnarsstofnunar þetta árið nemur 2,2 m.kr.

Sjá nánar um úthlutunina hér.

Hafðu samband

  • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Komdu í heimsókn

Fylgdu okkur