Menningarsjóður

Menningarsjóður Gunnarsstofnunar mun ekki auglýsa eftir umsóknum um styrki árið 2024

Stjórn sjóðsins hefur ákveðið að árið 2024 verði ekki auglýst eftir styrkjum þar sem ávöxtun sjóðsins hefur ekki verið góð síðasta árið.


Menningarsjóður Gunnarsstofnunar var stofnaður árið 2013 af mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Þriggja manna stjórn stýrir sjóðnum en samkvæmt skipulagsskrá er tilgangur hans tvíþættur: annars vegar að renna stoðum undir starfsemi Stofnunar Gunnars Gunnarssonar á Skriðuklaustri með árlegum framlögum til hennar; hins vegar að styðja rithöfunda, listamenn, fræðimenn og námsfólk til verka er samræmast hlutverki Gunnarsstofnunar.

Með þeim hætti er sjóðnum ætlað að efla menningarstarf á Skriðuklaustri og styrkja ímynd Gunnarsstofnunar sem menningarstofnunar.

Menningarsjóðurinn er í vörslu Gunnarsstofnunar sem annast daglega umsýslu vegna starfsemi sjóðsins.

Sjóðsstjórn auglýsir eftir umsóknum um styrki og ákveður þær áherslur sem gilda hverju sinni.


Umsóknareyðublað, úthlutunarreglur, matsviðmið og lokaskýrsla:

UMSÓKNAREYÐUBLAРúthlutunarrreglur MATSVIÐMIРLOKASKÝRSLA

*Hlekkir opnast sem PDF skjöl í nýjum glugga.
Styrkþegum ber að skila lokaskýrslum um framkvæmd verkefna ásamt fylgigögnum.
Sendist með pósti eða tölvupósti á menningarsjodur[hjá]skriduklaustur.is


  • Sjóðssjórn

    Sjóðsstjórn

    Stjórn Menningarsjóðs Stofnunar Gunnars Gunnarssonar er þannig skipuð frá 1. janúar 2023 til 31. desember 2025.

    Signý Ormarsdóttir formaður, tilnefnd af Gunnarsstofnun.
    Gunnar Björn Gunnarsson, tilnefndur af mennta- og menningarmálaráðuneyti úr hópi afkomenda.
    Sigríður Sigmundsdóttir, tilnefnd af Gunnarsstofnun.
    Varamaður Gunnar Martin Úlfsson, tilnefndur af Gunnarsstofnun.

    Sjóðsstjórn setur sér starfsreglur og ákveður úthlutunarreglur.

  • Úthlutunarreglur

  • Skipulagsskrá

  • Árið 2015
    200.000 kr.
    • Hallveig K. Eiríksdóttir og Þorvaldur S. Helgason
    • Verkefnið Sælir eru leikglaðir
    • Jón Hjartarson
    • Verkefnið Þjófurinn okkar
    • Oskar Vistdal
    • Norsk þýðing á skáldsögu Gunnars Gunnarssonar Svartfugli til útgáfu í Noregi.
    400.000 kr.
    • Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
    • Handrit að heimildarmynd um Gunnar Gunnarsson
    Árið 2016 - Engin úthlutun.

    Árið 2017
    200.000 kr.
    • Hannes Hólmsteinn Gissurarson
    • Gunnar Gunnarsson í kalda stríðinu
    • Steinunn Gunnlaugsdóttir og fleiri listamenn
    • Fædd í Sláturhúsinu
    250.000 kr.
    • Haukur Ingvarsson
    • William Faulkner á Íslandi
    500.000 kr.
    • Ottó Geir Borg og Kvikmyndafélags Íslands
    • Kvikmyndahandrit að Aðventu
    Árið 2018
    150.000 kr.

    • Ívar Andri Bjarnason
    • Námsstyrkur til tónlistarnáms við Brandbjerg Højskole
    200.000 kr.
    • Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
    • Stakkahlíðar- og Loðmundarfjarðarsaga
    • Anar Rahimov
    • Ferðastyrkur vegna þýðinga á verkum Gunnars Gunnarssonar
    • Tónleikafélag Austurlands
    • 80's rokkveisla
    300.000 kr.
    • Berta Dröfn Ómarsdóttir og Þorvaldur Davíð Kristjánsson
    • Frumflutningur á óperunni The Raven's Kiss
    450.000 kr.
    • Sigurjón Pétursson og Þóra Hrönn Njálsdóttir
    • Svartfugl - ljósmyndaverkefni
    Árið 2019
      1.500.000 kr. Kvikmyndasafn Íslands, SinfoniaNord og Gunnarsstofnun 100 ára afmæli kvikmyndarinnar Sögu Borgarættarinnar
    Árið 2020 - Engin úthlutun.
    Árið 2021 - Engin úthlutun.

    Árið 2022
    400.000 kr.

    • Moshe Erlendur Okon
    • Þýðing Aðventu yfir á hebresku til útgáfu í Ísrael
    • Oskar Vistdal
    • Norsk þýðing og útgáfa á 12 smásögum Gunnars Gunnarssonar
    300.000 kr.
    • Ragnhildur Ásvaldsdóttir
    • Hnikun - bókverk tengt sýningu í Sláturhúsinu á Egilsstöðum þar sem unnið er með sögu hússins
    100.000 kr.
    • Iðunn Jónsdóttir
    • „Dwelling on the banks of Jökla“ - könnun á sambandi mannfólks og ómennskrar náttúru við Jöklu
    1.000.000 kr.
    • Gunnarsstofnun
    • Ný miðlun á Skriðuklaustri - Uggi litli Greipsson í viðauknum veruleika (AR)

Hafðu samband

  • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Komdu í heimsókn

Fylgdu okkur