Menningarsjóður

Menningarsjóður Gunnarsstofnunar var stofnaður árið 2013 af mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Þriggja manna stjórn stýrir sjóðnum en samkvæmt skipulagsskrá er tilgangur hans tvíþættur: annars vegar að renna stoðum undir starfsemi Stofnunar Gunnars Gunnarssonar á Skriðuklaustri með árlegum framlögum til hennar; hins vegar að styðja rithöfunda, listamenn, fræðimenn og námsfólk til verka er samræmast hlutverki Gunnarsstofnunar.

Með þeim hætti er sjóðnum ætlað að efla menningarstarf á Skriðuklaustri og styrkja ímynd Gunnarsstofnunar sem menningarstofnunar.

Menningarsjóðurinn er í vörslu Gunnarsstofnunar sem annast daglega umsýslu vegna starfsemi sjóðsins.

Sjóðsstjórn auglýsir eftir umsóknum um styrki og ákveður þær áherslur sem gilda hverju sinni.


Umsóknareyðublað og lokaskýrsla:

UMSÓKNAREYÐUBLAÐ LOKASKÝRSLA

*Hlekkir opnast sem PDF skjöl í nýjum glugga.
Styrkþegum ber að skila lokaskýrslum um framkvæmd verkefna ásamt fylgigögnum.
Sendist með pósti eða tölvupósti á menningarsjodur[hjá]skriduklaustur.is


 • Sjóðsstjórn

  Stjórn Menningarsjóðs Stofnunar Gunnars Gunnarssonar er þannig skipuð frá 1. júní 2016 til 31. maí 2019.

  Helgi Gíslason formaður, tilnefndur af Gunnarsstofnun.
  Gunnar Björn Gunnarsson, tilnefndur af mennta- og menningarmálaráðuneyti úr hópi afkomenda.
  Sigríður Sigmundsdóttir, tilnefnd af Gunnarsstofnun.

  Varamaður: Signý Ormarsdóttir, tilnefnd af Gunnarsstofnun.

  Sjóðsstjórn setur sér starfsreglur og úthlutunarreglur.

 • Úthlutunarreglur

 • Skipulagsskrá

Hafðu samband

 • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Komdu í heimsókn

Fylgdu okkur