Menningarsjóður

Menningarsjóður Gunnarsstofnunar auglýsir eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2022

Stjórn sjóðsins hefur ákveðið að árið 2022 verði áhersla lögð á:

 • List- og miðlunarverkefni sem tengjast austfirskum menningararfi.
 • Verkefni sem tengjast ritverkum og ævi Gunnars Gunnarssonar.

 Umsóknarfrestur er til miðnættis 5. maí 2022. Umsóknum ásamt fylgiskjölum skal skila rafrænt á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..


Menningarsjóður Gunnarsstofnunar var stofnaður árið 2013 af mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Þriggja manna stjórn stýrir sjóðnum en samkvæmt skipulagsskrá er tilgangur hans tvíþættur: annars vegar að renna stoðum undir starfsemi Stofnunar Gunnars Gunnarssonar á Skriðuklaustri með árlegum framlögum til hennar; hins vegar að styðja rithöfunda, listamenn, fræðimenn og námsfólk til verka er samræmast hlutverki Gunnarsstofnunar.

Með þeim hætti er sjóðnum ætlað að efla menningarstarf á Skriðuklaustri og styrkja ímynd Gunnarsstofnunar sem menningarstofnunar.

Menningarsjóðurinn er í vörslu Gunnarsstofnunar sem annast daglega umsýslu vegna starfsemi sjóðsins.

Sjóðsstjórn auglýsir eftir umsóknum um styrki og ákveður þær áherslur sem gilda hverju sinni.


Umsóknareyðublað, úthlutunarreglur, matsviðmið og lokaskýrsla:

UMSÓKNAREYÐUBLAРúthlutunarrreglur MATSVIÐMIРLOKASKÝRSLA

*Hlekkir opnast sem PDF skjöl í nýjum glugga.
Styrkþegum ber að skila lokaskýrslum um framkvæmd verkefna ásamt fylgigögnum.
Sendist með pósti eða tölvupósti á menningarsjodur[hjá]skriduklaustur.is


 • Sjóðssjórn

  Sjóðsstjórn

  Stjórn Menningarsjóðs Stofnunar Gunnars Gunnarssonar er þannig skipuð frá 1. júní 2020 til 31. desember 2022.

  Signý Ormarsdóttir formaður, tilnefnd af Gunnarsstofnun.
  Gunnar Björn Gunnarsson, tilnefndur af mennta- og menningarmálaráðuneyti úr hópi afkomenda.
  Sigríður Sigmundsdóttir, tilnefnd af Gunnarsstofnun.

  Sjóðsstjórn setur sér starfsreglur og ákveður úthlutunarreglur.

 • Úthlutunarreglur

 • Skipulagsskrá

 • Árið 2015
  200.000 kr.
  • Hallveig K. Eiríksdóttir og Þorvaldur S. Helgason
  • Verkefnið Sælir eru leikglaðir
  • Jón Hjartarson
  • Verkefnið Þjófurinn okkar
  • Oskar Vistdal
  • Norsk þýðing á skáldsögu Gunnars Gunnarssonar Svartfugli til útgáfu í Noregi.
  400.000 kr.
  • Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
  • Handrit að heimildarmynd um Gunnar Gunnarsson
  Árið 2016 - Engin úthlutun.

  Árið 2017
  200.000 kr.
  • Hannes Hólmsteinn Gissurarson
  • Gunnar Gunnarsson í kalda stríðinu
  • Steinunn Gunnlaugsdóttir og fleiri listamenn
  • Fædd í Sláturhúsinu
  250.000 kr.
  • Haukur Ingvarsson
  • William Faulkner á Íslandi
  500.000 kr.
  • Ottó Geir Borg og Kvikmyndafélags Íslands
  • Kvikmyndahandrit að Aðventu
  Árið 2018
  150.000 kr.

  • Ívar Andri Bjarnason
  • Námsstyrkur til tónlistarnáms við Brandbjerg Højskole
  200.000 kr.
  • Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
  • Stakkahlíðar- og Loðmundarfjarðarsaga
  • Anar Rahimov
  • Ferðastyrkur vegna þýðinga á verkum Gunnars Gunnarssonar
  • Tónleikafélag Austurlands
  • 80's rokkveisla
  300.000 kr.
  • Berta Dröfn Ómarsdóttir og Þorvaldur Davíð Kristjánsson
  • Frumflutningur á óperunni The Raven's Kiss
  450.000 kr.
  • Sigurjón Pétursson og Þóra Hrönn Njálsdóttir
  • Svartfugl - ljósmyndaverkefni
  Árið 2019
   1.500.000 kr. Kvikmyndasafn Íslands, SinfoniaNord og Gunnarsstofnun 100 ára afmæli kvikmyndarinnar Sögu Borgarættarinnar
  Árið 2020 - Engin úthlutun.
  Árið 2021 - Engin úthlutun.

  Árið 2022
  400.000 kr.

  • Moshe Erlendur Okon
  • Þýðing Aðventu yfir á hebresku til útgáfu í Ísrael
  • Oskar Vistdal
  • Norsk þýðing og útgáfa á 12 smásögum Gunnars Gunnarssonar
  300.000 kr.
  • Ragnhildur Ásvaldsdóttir
  • Hnikun - bókverk tengt sýningu í Sláturhúsinu á Egilsstöðum þar sem unnið er með sögu hússins
  100.000 kr.
  • Iðunn Jónsdóttir
  • „Dwelling on the banks of Jökla“ - könnun á sambandi mannfólks og ómennskrar náttúru við Jöklu
  1.000.000 kr.
  • Gunnarsstofnun
  • Ný miðlun á Skriðuklaustri - Uggi litli Greipsson í viðauknum veruleika (AR)

Hafðu samband

 • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Komdu í heimsókn

Fylgdu okkur