Klausturreglan

Klausturreglan er félag fastagesta og hollvina Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri. Aðild að reglunni geta allir fengið sem hafa áhuga. Þeir sem eru skráðir félagar fá send fréttabréf og upplýsingar um starfsemina á Skriðuklaustri. Félagar greiða árgjald sem veitir þeim ýmis fríðindi. Innifalið í árgjaldi er:
  • almennur aðgangur að Gunnarshúsi
  • 25% afsláttur á viðburði á vegum Gunnarsstofnunar
  • 10% afsláttur af bókum, minjagripum og öðrum vörum
  • 10% afsláttur hjá Klausturkaffi
Markmiðið með stofnun Klausturreglunnar var að byggja upp hóp velunnara Skriðuklausturs og Gunnarsstofnunar. Á ári hverju koma margir gestir aftur og aftur í Skriðuklaustur og á viðburði á vegum Gunnarsstofnunar og til þess að þeir gestir fái að njóta hollustu sinnar þótti rétt að stofna Klausturregluna.

Árgjald í Klausturreglunni er 2.500 kr. fyrir einstaklinginn en sé um hjón eða par að ræða kostar aðeins 3.500 fyrir tvo. Regluárið er frá vori til vors og ný árskort send út í maí. Meðlimir reglunnar fá lítið skírteini (sjá sýnishorn hér að neðan) sem þeir hafa til sönnunar um aðild sína að reglunni og framvísa þegar þeir koma í Skriðuklaustur.

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hafðu samband

  • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Komdu í heimsókn

Fylgdu okkur