Í april er opið alla daga frá 11 - 17 á Skriðuklaustri. Sýningar á efrihæðinni og í gallerínu. Klausturkaffi býður upp á hádegshlaðborð alla daga frá 12-14:30, og kaffihlaðborð um 15 - 17 helgar og á helgidögum.

Í stássstofunni er sýnining Bjargar Eiríksdóttur - Fjölröddun og í gallerí Klaustur er að finna olíumálverk eftir Gunnar yngri Gunnarsson, Gunnar listmálara. 

 • Opnunartími 2024

  • April - maí, kl 11-17 alla daga
  • Júní - ágúst, kl 10-17 alla daga
  • September  - 13.október, kl 11-17 alla daga
  • Yfir vetrartímann er opnunartími óreglulegur.
   Leitið upplýsinga.
 • Staðsetning

  Kort - Google Maps

  • Skriðuklaustur er í Fljótsdal fyrir botni Lagarfljóts.
  • 39 km frá Egilsstöðum.
  • 11 km frá Hallormsstað.
  • 5 km frá Hengifossi.
 • Verð

  • Fullorðnir (safn & leiðsögn) 1200 kr. *
  • Námsmenn 850 kr.
  • Eldri borgarar/öryrkjar 650 kr.
  • Hópar (20+ manns) 1000 kr.
  • Leiðsögn fornleifasvæði hópar (10+): Fullorðnir 600 kr.*

  * Börn 16 ára og yngri í fylgd með fullorðnum FRÍTT


Skriðuklaustur er sögustaður með rústum miðaldaklausturs frá 16. öld. Minjar klaustursins voru grafnar upp á árunum 2002-2012 í einni umfangsmestu fornleifarannsókn síðari ára. Á Skriðuklaustri stendur líka herragarðshúsið sem rithöfundurinn Gunnar Gunnarsson byggði árið 1939 þegar hann sneri heim eftir 30 ára dvöl í Danmörku. Í Gunnarshúsi er sýning um klaustrið og safn um Gunnar skáld með persónulegri leiðsögn fyrir gesti. Þar er jafnframt hið rómaða veitingahús Klausturkaffi.

Klausturkaffi

Klausturkaffi heitir veitingastaður á neðri hæð Gunnarshúss á Skriðuklaustri. Þar er íslensk matargerð í hávegum höfð og lögð áhersla á að nota hráefni svæðisins, s.s. lambakjöt, hreindýrakjöt, hrútaber og lerkisveppi. Allar kökur og allt brauð er heimabakað.

Klausturminjar

Á árunum 2002-2012 voru grafnar voru upp rústir Ágústínusarklausturs sem starfaði frá 1493 til siðaskipta 1550. Skriðuklaustur var síðasta klaustrið sem stofnað var í kaþólskum sið og hið eina á Austurlandi. Klaustrið var hæli fyrir sjúka og fátæka og þar var starfrækt sjúkrahús og skóli. Minjasvæðið er opið öllum allt árið.

Gestaíbúð

Gunnarsstofnun rekur gestaíbúð fyrir lista- og fræðimenn að Skriðuklaustri. Íbúðin kallast Klaustrið og hefur tekið á móti góðum gestum allt frá 1989 sem hafa dvalið þar og unnið að völdum verkefnum. Íbúðin er tveggja herbergja (svefnherbergi, stofa, eldhús og bað) á efri hæð Gunnarshúss. Rithöfundar, fræðimenn, tónskáld, myndlistarmenn, tónlistarmenn, dansarar og aðrir listamenn geta sótt um 3-6 vikna dvöl í gestaíbúðinni.

Fyrir börnin

Það er eitt og annað fyrir börnin að sýsla á Skriðuklaustri. Á milli Snæfellsstofu og Gunnarshús er lítið en skemmtileg völundarhús úr íslenskum viði og á leiðinni þangað má prófa leikinn „bannað að snerta jörðina“. Framan við Gunnarshús er stór og góður sandkassi fyrir yngstu kynslóðina skammt frá útiborðum Klausturkaffis. Inni við er síðan dótaherbergi á neðri hæð hússins. Og snjallir krakkar geta sótt sér smáforrit sem breyta fræðslu um miðaldaklaustrið í spennandi fjársjóðsleit.

Snæfellsstofa

Gestastofa fyrir Vatnajökulsþjóðgarð var opnuð í nágrenni Gunnarshúss á Skriðuklaustrið árið 2010. Húsið fékk nafnið Snæfellsstofa og er fyrsta íslenska húsið sem fær umhverfisvottunina BREEAM. Í Snæfellsstofu er upplýsingagjöf til ferðamanna og minjagripaverslun en jafnframt gagnvirk sýning fyrir börn og fullorðna um náttúru Vatnajökulsþjóðgarðs. Á sumrin er boðið daglega upp á barnastundir með landvörðum.

Hafðu samband

 • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Komdu í heimsókn

Fylgdu okkur