Skriðuklaustur

Menningarsetur & sögustaður

Opnunartímar 2021

Haustopnunartími hefst á Skriðuklaustri miðvikudaginn 1. september. Opið verður alla 12-17 alla daga í september.

Við minnum á að en er í gildi grímuskylda og 1 metra nálægðarmörk á milli ótengdra aðila. Við biðjum gesti okkar því að bera grímur og gæta þess að halda fjarlægðarmörk. Að sama skapi hvetjum við þá til að gæta vel að handþvotti og nota spritt.

Klausturkaffi er opið áfram en í samræmi við reglugerð, með skráningarskyldu gesta og grímuskyldu nema meðan matar og drykkja er neytt

Fylgist með Facebook eða Instagram Skriðuklausturs til að fá uppfærðar upplýsingar um þjónustu og það sem er á döfinni.

 • Opnunartími 2021

  • 17.april - 1. maí, virka daga kl 12-16 / helgar kl 12-17 
  • Maí, kl 12-17
  • Júní - ágúst, kl 10-18 alla daga
  • September  kl 12-17 alla daga
  • Yfir vetrartímann er opnunartími óreglulegur.
   Leitið upplýsinga.
 • Staðsetning

  Kort - Google Maps

  • Skriðuklaustur er í Fljótsdal fyrir botni Lagarfljóts.
  • 39 km frá Egilsstöðum.
  • 11 km frá Hallormsstað.
  • 5 km frá Hengifossi.
 • Verð

  • Fullorðnir (safn & leiðsögn) 1100 kr. *
  • Námsmenn 750 kr.
  • Eldri borgarar/öryrkjar 550 kr.
  • Hópar (20+ manns) 900 kr.
  • Leiðsögn fornleifasvæði hópar (10>): Fullorðnir 600 kr.*
  * Börn 16 ára og yngri í fylgd með fullorðnum FRÍTT

Certified Travel Service 2019a

Skriðuklaustur

Skriðuklaustur er sögustaður með rústum miðaldaklausturs frá 16. öld. Minjar klaustursins voru grafnar upp á árunum 2002-2012 í einni umfangsmestu fornleifarannsókn síðari ára. Á Skriðuklaustri stendur líka herragarðshúsið sem rithöfundurinn Gunnar Gunnarsson byggði árið 1939 þegar hann sneri heim eftir 30 ára dvöl í Danmörku. Í Gunnarshúsi er sýning um klaustrið og safn um Gunnar skáld með persónulegri leiðsögn fyrir gesti. Þar er jafnframt hið rómaða veitingahús Klausturkaffi.

Klausturkaffi

Klausturkaffi heitir veitingastaður á neðri hæð Gunnarshúss á Skriðuklaustri. Þar er íslensk matargerð í hávegum höfð og lögð áhersla á að nota hráefni svæðisins, s.s. lambakjöt, hreindýrakjöt, hrútaber og lerkisveppi. Allar kökur og allt brauð er heimabakað.

Klausturminjar

Á árunum 2002-2012 voru grafnar voru upp rústir Ágústínusarklausturs sem starfaði frá 1493 til siðaskipta 1550. Skriðuklaustur var síðasta klaustrið sem stofnað var í kaþólskum sið og hið eina á Austurlandi. Klaustrið var hæli fyrir sjúka og fátæka og þar var starfrækt sjúkrahús og skóli. Minjasvæðið er opið öllum allt árið.

Gestaíbúð

Gunnarsstofnun rekur gestaíbúð fyrir lista- og fræðimenn að Skriðuklaustri. Íbúðin kallast Klaustrið og hefur tekið á móti góðum gestum allt frá 1989 sem hafa dvalið þar og unnið að völdum verkefnum. Íbúðin er tveggja herbergja (svefnherbergi, stofa, eldhús og bað) á efri hæð Gunnarshúss. Rithöfundar, fræðimenn, tónskáld, myndlistarmenn, tónlistarmenn, dansarar og aðrir listamenn geta sótt um 3-6 vikna dvöl í gestaíbúðinni.

Fyrir börnin

Það er eitt og annað fyrir börnin að sýsla á Skriðuklaustri. Á milli Snæfellsstofu og Gunnarshús er lítið en skemmtileg völundarhús úr íslenskum viði og á leiðinni þangað má prófa leikinn „bannað að snerta jörðina“. Framan við Gunnarshús er stór og góður sandkassi fyrir yngstu kynslóðina skammt frá útiborðum Klausturkaffis. Inni við er síðan dótaherbergi á neðri hæð hússins. Og snjallir krakkar geta sótt sér smáforrit sem breyta fræðslu um miðaldaklaustrið í spennandi fjársjóðsleit.

Snæfellsstofa

Gestastofa fyrir Vatnajökulsþjóðgarð var opnuð í nágrenni Gunnarshúss á Skriðuklaustrið árið 2010. Húsið fékk nafnið Snæfellsstofa og er fyrsta íslenska húsið sem fær umhverfisvottunina BREEAM. Í Snæfellsstofu er upplýsingagjöf til ferðamanna og minjagripaverslun en jafnframt gagnvirk sýning fyrir börn og fullorðna um náttúru Vatnajökulsþjóðgarðs. Á sumrin er boðið daglega upp á barnastundir með landvörðum.

Hafðu samband

 • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Komdu í heimsókn

Fylgdu okkur