
Sýningar
Í Gunnarshúsi eru fastar sýningar um rithöfundinn Gunnar Gunnarsson, líf hans og verk, og um sögu miðaldaklaustursins og fornleifarannsóknina sem fram fór 2002-2012. Tímabundnar sýningar eru settar upp, m.a. kringum páska og stundum á aðventunni. Þá er oft efnt til sumarsýninga af þjóðfræðilegum toga þar sem sótt er í smiðju austfirsks sagnaarfs.