
Gallerí Klaustur
Í litlu og skemmtilegu hornherbergi er snýr út að suðurstéttinni á Skriðuklaustri er starfrækt lítið gallerí, Gallerí Klaustur. Lögð er áhersla á að í galleríinu sýni starfandi listamenn á Austurlandi en einnig býðst gestum gestaíbúðar að sýna í rýminu. Þá eru aðrir listamenn velkomnir með sýningar. Yfir sumarið eru settar upp sex sýningar í Gallerí Klaustri en að vetrinum eru þær yfirleitt í tengslum við aðra viðburði.
Þeir sem hafa áhuga á að sýna í Gallerí Klaustri geta haft samband við forstöðumann Gunnarsstofnunar í síma 471-2990 eða með tölvupósti. Einnig er hægt að sækja hér á pdf-formi fyrir Acrobat Reader málsetta grunnteikningu af rýminu.