Snjórinn er kominn

Jólahlaðborðin hjá Klausturkaffi

Snjórinn er kominn og veturinn farinn að minna á sig. Klausturkaffi minnir á hin einstöku jólahlaðborð á Skriðuklaustri sem að þessu sinni verða helgarnar 28.-29. nóv. og 5.-6. des. Henta sérstaklega vel fyrir litla hópa og fjölskyldur og Fljótsdalsgrund býður tilboð á gistingu með morgunmat (8.100 kr.) fyrir gesti Klausturkaffis. Pantið tímanlega í síma 471-2992 eða á netfang  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Hægt er að sækja matseðilinn hér.

Undralandið, í gallerí Klaustri

Opnunartími í október

Helgin 27.-28. september er síðasta helgin sem verður opið á næstunni á Skriðuklaustri og síðasti sjéns til að komast í hlaðborðin hjá Klausturkaffi. Opið er kl. 12-17 báða daga. Minnum á sýningu Lóu Bjarkar Bragadóttur, Undralandið, í gallerí Klaustri. Í október verður opið á þriðjudögum og miðvikudögum kl. 10-16 í tengslum við ferðir Norrænu. En að sjálfsögðu geta síðan hópar alltaf haft samband og fengið leiðsögn eða veitingar.

Klaustur að hausti

Lokað fimmtudag 18. sept.

Vegna viðgerða á flutningskerfi RARIK verður lokað á Skriðuklaustri fimmtudaginn 18. september þar sem allt verður rafmagnslaust. Opið föstudag, laugardag og sunnudag, 19-21. sept. kl. 12-17. Síðan verður opið kl. 12-17, laugardag og sunnudag 27.-28. september

Klaustur að hausti

Lokað þriðjudag 16. sept.

Lokað verður á Skriðuklaustri, bæði safnið og Klausturkaffi, þriðjudaginn 16. september vegna jarðarfarar. Í leiðinni skal bent á að Melarétt í Fljótsdal verður miðvikudaginn 17. sept. og hefst um hádegisbil. Henni hefur verið flýtt, átti að vera laugardaginn 20. sept. Opnunartími á Skriðuklaustri laugard. 20. sept. verður því hefðbundinn kl. 12-17.

Náttúruöflin í Undralandinu

Undralandið í gallerí Klaustri

Föstudaginn 12. sept. kl. 16 opnar Lóa Björk Bragadóttir nýja sýningu í gallerí Klaustri. Náttúruöflin í Undralandinu (Ísland) eru ein helsta uppspretta hugmynda að verkunum sem Lóa Björk sýnir nú. Hin sífellda hreyfing og umbreyting náttúruaflanna eru þeir meginþættir sem liggja  til grundvallar verkanna en einnig sækir hún innblástur í ljóðlist Sigurðar Ingólfssonar skálds. Hún hefur  unnið með ólíka miðla í myndlist sinni til þessa en þó aðallega málverk. Í þessum verkum eru möguleikar línuspils þess óræða í náttúrunni skoðaðir á óhlutbundinn hátt með vatnslitum og blandaðri tækni. Allir velkomnir á opnun.

Hafðu samband

  • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Komdu í heimsókn

Fylgdu okkur