Sýningar, skáld, tónleikar og Grýla

Vegna veðurs hefur opnun myndlistarsýninga sem vera átti 25. nóv. verið frestað til kl. 13. laugard. 2. des. Fyrstu helgina í aðventu verður því margt um að vera á Skriðuklaustri. Opið verður báða daga kl. 13-17. Við byrjum á laugard. með opnun sýningarinnar Skytturnar þrjár með verkum Sigga Ingólfs og sona og sýningu hinnar þýsku Birgit Jung, Earth, Stone and Lava. Rithöfundalestin rennir síðan í hlað kl. 14 og þar munu lesa: Jónas Reynir Gunnarsson, Friðgeir Einarsson, Hrönn Reynisdóttir, Valur Gunnarsson og Sigga Lára Sigurjóns auk fleiri höfunda. Aðgangseyrir er 2000 kr. og hálfvirði fyrir eldri borgara og börn. Kaffi og kökur innifaldar. Á laugardagskvöldið verðu Svavar Knútur síðan með stofutónleika kl. 20.30. Aðgangseyrir kr. 2000. Sunnudaginn 3. des. er síðan hin árvissa Grýlugleði kl. 14 og jólakökuhlaðborð á eftir henni. Helgina 9.-10. des. verður opið kl. 13-17 bæði laugardag og sunnudag og þá verður haldið upp á 20 ára afmæli Gunnarsstofnunar. Meira um það síðar.

1000 ára skipulag - afmælismálþing

Málþing til heiðurs Páli Pálssyni á Aðalbóli sjötugum verður haldið á Skriðuklaustri nk. laugardag 4. nóv. kl. 13.30. Fjallað verður um kenningu Páls varðandi skipulag við upphaf byggðar á Íslandi. Erindi og ávörp flytja: Páll Pálsson fræðimaður á Aðalbóli, Guðrún Ása Grímsdóttir rannsóknaprófessor hjá Árnastofnun, Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur, Svavar Sigmundsson fyrrum forstöðumaður Örnefnastofnunar, Sveinbjörn Rafnsson prófessor emeritus. Málþingið hefst kl. 13.30. Kaffiveitingar og allir velkomnir. Skipuleggjendur og styrktaraðilar eru: Gunnarsstofnun, Árnastofnun, Fljótsdalshrepur, Snotra og Útgáfufélag Glettings.
Snjór á Klaustri

Vetur á Skriðuklaustri

Nýtt ár heilsar með vetri og starfsemi á Skriðuklaustri er í vetrardvala. Ekki verður opið næstu vikurnar með reglulegum opnunartíma. Hópar geta þó alltaf pantað opnun og einstaklingar geta einnig haft samband og forvitnast um hvort einhver sé á staðnum. Gunnarsstofnun og Klausturkaffi óska öllum gleðilegs nýs árs og við hlökkum til að taka á móti gestum með hækkandi sól.

PiparkökuGunnarshús

Jólakveðja frá Skriðuklaustri 2014

Þá er jólahátíð á næsta leiti og nýtt ár handan við hornið. Gunnarsstofnun og Klausturkaffi færa gestum og velunnurum Skriðuklausturs bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári. Við hlökkum til að taka á móti ykkur árið 2015.

Svanhildur Óskarsdóttir við lestur Aðventu 2013

Aðventa lesin á Skriðuklaustri

ÞESSUM VIÐBURÐI ER AFLÝST VEGNA SLÆMRAR VEÐURSPÁR. MINNUM Á UPPLESTUR AÐVENTU Í REYKJAVÍK Á DYNGJUVEGI 8 HJÁ RITHÖFUNDASAMBANDINU ÞANN 14. DES. KL. 13.30. ÞAR LES GUÐRÚN ÁSMUNDSDÓTTIR LEIKKONA.

Að venju er síðasti viðburður ársins á Skriðuklaustri lestur á Aðventu Gunnars í skrifstofu skáldsins á þriðja sunnudegi í aðventu. Vésteinn Ólason professor emeritus mun að þessu sinni fylgja gestum um öræfin með Benedikt, Eitli og Leó og hefst lesturinn kl. 14.00. Heitt á könnunni og notaleg kyrrðarstund í jólaundirbúningnum. Veðurspáin fyrir sunnudag er í anda bókarinnar en við vonum það besta.

Hafðu samband

  • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Komdu í heimsókn

Fylgdu okkur