Fjölröddun - páskasýningar
Voropnun hófst á Skriðuklaustri á föstudaginn langa 29. mars. Þá voru opnaðar tvær sýningar. Annars vegar Fjölröddun, sýning Bjargar Eiríksdóttur, myndlistarkonu frá Akureyri, á videóverki og málverkum. Sú sýning er í stássstofu á efri hæð en niðri í gallerí Klaustri er sýning á fimm málverkum eftir Gunnar yngri listmálara, son skáldsins. Gunnarsstofnun hefur nýverið fest kaup á þeim verkum og því við hæfi að sýna þau. Þessar páskasýningarnar standa til 14. apríl og eru opnar alla daga kl. 11-17. Safnið og Klausturkaffi eru opin á sama tíma og í boði hádegishlaðborð alla daga og kaffihlaðborð að auki um helgar.