Skip to main content

Fjölskyldan


  • Gunnar Gunnarsson kynntist lífsförunauti sínum, Franziscu Antoniu Josephine Jørgensen frá Fredericia á Jótlandi, árið 1911. Faðir hennar var járnsmiður en móðir hennar af þýskum aðalsættum. Franzisca var fædd 4. apríl 1891 og kom úr stórum systkinahópi. Anna systir hennar giftist líka íslenskum listamanni, Einari Jónssyni myndhöggvara. Gunnar og Franzisca eignuðust tvo syni, Gunnar yngri 1914 og Úlf 1919. Ástarsamband Gunnars við aðra konu, Ruth Lange, á 3. áratugnum reyndi mjög á samband þeirra Franziscu enda eignaðist Gunnar þá þriðja soninn, Grím. En hjónabandið hélt og Franzisca fylgdi manni sínum til Íslands.