Skip to main content
  • Skriðuklaustur

  • Áningarstaður

  • Menningarsetur

  • Sögustaður

Skriðuklaustur er sögustaður með rústum miðaldaklausturs frá 16. öld. Minjar klaustursins voru grafnar upp á árunum 2002-2012 í einni umfangsmestu fornleifarannsókn síðari ára. Á Skriðuklaustri stendur líka herragarðshúsið sem rithöfundurinn Gunnar Gunnarsson byggði árið 1939. Í Gunnarsshúsi eru sýningar um rithöfundinn Gunnar Gunnarsson og Klaustrið að Skriðu. Boðið er upp á persónulegar leiðsagnir ásamt því að hægt er að skoða Klaustrið í sýndarveruleika og Uggi segir ykkur frá Gunnari í viðbættum veruleika. Á neðrihæð hússins stendur hið rómaða veitingahús Klausturkaffi sem tekur vel á móti ykkur.


  • Opnunartími 2023

    • April - maí, kl 11-17 alla daga
    • Júní - ágúst, kl 10-18 alla daga
    • September  - 15.október, kl 11-17 alla daga
    • Yfir vetrartímann er opnunartími óreglulegur.
      Leitið upplýsinga.
  • Staðsetning

    Kort - Google Maps

    • Skriðuklaustur er í Fljótsdal fyrir botni Lagarfljóts.
    • 39 km frá Egilsstöðum.
    • 11 km frá Hallormsstað.
    • 5 km frá Hengifossi.
  • Verð

    • Fullorðnir (safn & leiðsögn) 1200 kr. *
    • Námsmenn 850 kr.
    • Eldri borgarar/öryrkjar 650 kr.
    • Hópar (20+ manns) 1000 kr.
    • Leiðsögn fornleifasvæði hópar (10+): Fullorðnir 600 kr.*

    * Börn 16 ára og yngri í fylgd með fullorðnum FRÍTT

Daglegur opnunartími 2023 hefst í byrjun apríl. Yfir vetrartímann er opnunartími óreglulegur, viðburðir og opnanir auglýst sérstaklega. Endilega fylgist með á samfélagsmiðlum til að sjá hvað er í gangi hverju sinni.