Skip to main content

Klausturkaffi


Klausturkaffi heitir veitingastaður á neðri hæð Gunnarshúss á Skriðuklaustri. Þar er íslensk matargerð í hávegum höfð og lögð áhersla á að nota hráefni svæðisins, s.s. lambakjöt, hreindýrakjöt, hrútaber og lerkisveppi. Allar kökur og allt brauð er heimabakað.

Á sumrin er boðið upp á hádegishlaðborð (kl. 12-14) og kaffihlaðborð (kl. 15-17) alla daga. Opið er á sama tíma og Gunnarshús er opið en utan opnunartíma árið um kring geta hópar pantað fjölbreyttar veitingar, t.d. hádegisverði, kaffiveitingar, smárétti og kvöldverði.

Klausturkaffi framleiðir og selur matarminjagripi eins og Klausturfíflahunang, hvannarsultu, hrútaberjahlaup og hundasúrupestó.

Gamla borðstofan í Gunnarshúsi og sólstofan undir svölunum taka um 50 manns í sæti en á góðviðrisdögum er hægt að setjast út á suðurstétt og sleikja sólskinið með heimagerðum ís.

Hádegishlaðborð
Veitingar Verð
Hádegishlaðborð

4.990

Hádegishlaðborð - börn 6-12 ára

2.295

Súpa dagsins (Gluten laust og Vegan möguleikar í boði)

2.390

Okkar rómaða sjávarréttasúpa

2.990

Hreindýrabaka (Gluten laust)

5.490

Grillaðar lambalundir

5.690

Rauðrófubuff (Vegan)

2.990

Ostabaka (Vegetarian)

2.690

Kaffihlaðborð
Veitingar Verð
Kaffihlaðborð

3.490

Kaffihlaðborð - börn 6-12 ára

1.745

Hrútaberjaskyrterta

1.500

Rabarbarabaka

1.500

Krækiberjabrúnka (Gluten Free, vegan)

1.390

Súkkulaðiterta (hægt að fá vegan)

1.390

Döðlubomba m/karamellu

1.390

Vaffla með sultu og rjóma

1.390

Kleinur - 4 stk.

790

Flatbrauð m/hangikjöti

1.190

Heimalagaður bláberjaís

1.190

Skúffukaka

990

Pizzasnúðar

890

Vörur
Vörur Verð

Hrútaberjahlaup

Hrútaber, sykur, hleypir, rotvörn (E211).   
 

700

Fíflahunang

Fíflahunang Sykur, soð úr fíflum og sítrónum. 
   

700

Rifsberjahlaup

Rifsberjahlaup Rifsber, sykur, hleypir, rotvörn (E211).

690

Hvannarsulta

Sykur, rabarbari, hvönn.

700

Piparkökur 

Hveiti, púðursykur, smjör, egg, lyftiduft, kanill, engifer, negull, natron.

700

Uppáhaldsuppskriftir Elísabetar

Uppskriftirnar eru á handhægum myndskreyttum spjöldum.

2.000