• Gunnar Gunnarsson er einn af áhrifamestu höfundum Íslands á 20. öld. Verk hans eru full af vísunum í heimsbókmenntirnar, fortíð og samtíð. Náttúrulýsingar Gunnars eiga sér fáa líka og íslenskir listamenn og rithöfundar leita enn í dag í smiðju hans. Höfundar eins og Jón Kalman Stefánsson hafa til dæmis sótt innblástur í Aðventu:

  "...svo snjall er Gunnar í stílnum í Aðventu, afslappaður og agaður í senn, að hann kemur öllu fyrir án þess að við tökum eftir því, eiginlega bara með því að skapa stemningu sem við skynjum, sem við öndum að okkur - sem við lifum."

  - Jón Kalman Stefánsson

  Gunnar var einnig fyrsti atvinnuhöfundur Íslands sem náði að komast margsinnis á metsölulista erlendis. Þannig var hann öðrum höfundur eins og Halldóri Laxness fyrirmynd og sannaði að íslenskar samtímabókmenntir gætu náð út fyrir landsteinana. Þó að hann byggi í rúm 30 ár í Danmörku var hann alltaf íslenskur höfundur og sögusvið verka hans á Íslandi.

 • Gunnar Gunnarsson fæddist 18. maí 1889 á Valþjófsstað í Fljótsdal, næsta bæ við Skriðuklaustur. Sjö ára fluttist hann með foreldrum sínum að Ljótsstöðum í Vopnafirði þar sem móðir hans dó ári síðar. Gunnar ól ungur með sér þann draum að verða skáld og 1906 fékk hann útgefin tvö lítil ljóðakver sem hétu Vorljóð og Móðurminning. Sem fátækur bóndasonur hélt hann 18 ára til náms við lýðskólann í Askov í Danmörku. Í stað þess að snúa aftur heim að námi loknu vildi hann reyna til þrautar að verða rithöfundur.

 • Frægð og frami komu ekki fyrirhafnarlaust. Gunnar lifði um skeið við kröpp kjör í Árósum og Kaupmannahöfn og las og skrifaði til að þroska skáldgáfuna. Þar kom að þrautagangan bar árangur. Vorið 1912 samþykkti Gyldendal forlagið að gefa út skáldsögu eftir Gunnar. Ísinn var brotinn og skáldið unga kvæntist ástinni sinni, Franziscu.

  Rúmlega þrítugur var Gunnar orðinn þekktur í Danmörku fyrir verk sín. Gerð var stór kvikmynd eftir fyrstu skáldsögu hans, Sögu Borgarættarinnar, og farið að þýða og gefa bækur hans út á öðrum tungumálum en dönsku og íslensku. Hann var meira að segja orðaður við Nóbelsverðlaun í bókmenntum, bæði í fjölmiðlum og tilnefningum. Gunnar var á þessum tíma áberandi í dönskum blöðum, ekki bara vegna skáldskapar sín heldur vann hann m.a. ötullega að því að gefnar væru út nýjar danskar þýðingar á Íslendingasögunum. Þá var hann ófeiminn við að boða skandinavisma og taldi farsælast fyrir Norðurlöndin að sameinast í eitt lýðræðisríki.

 • Gunnar Gunnarsson kynntist lífsförunauti sínum, Franziscu Antoniu Josephine Jørgensen frá Fredericia á Jótlandi, árið 1911. Faðir hennar var járnsmiður en móðir hennar af þýskum aðalsættum. Franzisca var fædd 4. apríl 1891 og kom úr stórum systkinahópi. Anna systir hennar giftist líka íslenskum listamanni, Einari Jónssyni myndhöggvara. Gunnar og Franzisca eignuðust tvo syni, Gunnar yngri 1914 og Úlf 1919. Ástarsamband Gunnars við aðra konu, Ruth Lange, á 3. áratugnum reyndi mjög á samband þeirra Franziscu enda eignaðist Gunnar þá þriðja soninn, Grím. En hjónabandið hélt og Franzisca fylgdi manni sínum til Íslands.

 • Gunnar Gunnarsson bjó í Danmörku frá 1907 til 1939 þegar hann flutti aftur heim til Íslands og byggði stórhýsi á Skriðuklaustri, næstu jörð við fæðingarstað sinn. Hann var aðeins fimmtugur að aldri en hafði skrifað nær allt sitt höfundarverk. Frægur og mikilsmetinn höfundur var fluttur heim í sveitina sína lengst frá skarkala heimsins. Draumur hans um að vera skáldið sem situr og skrifar á óðali sínu meðan vinnufólkið heldur stórbýlinu gangandi gufaði á hinn bóginn upp í samfélagsbreytingum stríðsáranna. Hann og kona hans Franzisca gáfu íslensku þjóðinni Skriðuklaustur árið 1948 og fluttu til Reykjavíkur.

 • Á 6. áratugnum komu út síðustu frumsömdu skáldsögur Gunnars en seinustu árin notaði hann til að þýða eigin verk á íslensku. Gunnar lést í Reykjavík 21. nóvember 1975 og Franzisca ári síðar, 22. október 1976. Þau eru jarðsett í Viðey.


Skáldverk

Gunnar Gunnarsson var afkastamikill rithöfundur og bestu bækur hans eru mikilsháttar skáldverk sem eiga eftir að halda nafni hans á lofti um ókomna tíð. Má þar nefna verk eins og Aðventu, Fjallkirkjuna, Sælir eru einfaldir og Svartfugl.

Höfundarferillinn spannar um tvo tugi skáldsagna, óteljandi smásögur, fáein leikrit, töluvert af kvæðum og ógrynni greina og fyrirlestra. Er Aðventa sú saga sem víðast hefur farið. Gunnar var tilnefndur nokkrum sinnum til Nóbelsverðlauna í bókmenntum. Næst því að hljóta þau komst hann 1955 þegar skáldbróðir hans Halldór Laxness fékk þau.

"Mig dreymdi draum, þegar ég var ungur. Ég gekk eftir götu og í hallinu hinum megin við götuna lágu bók við bók og ég vissi að þessar bækur voru mitt verk. Ég reyndi að lesa í þeim, ætlaði að læra þær í snatri, en vaknaði af ákafanum og mundi ekki orð af því sem í þeim stóð."


 • Fyrstu bækurnar

  Gunnar Gunnarsson var aðeins 17 ára þegar hann gaf út sínar fyrstu ljóðabækur. Þær komu út hjá Oddi Björnssyni á Akureyri árið 1906 og báru heitin Vorljóð og Móðurminning. Kvæðin eru nýrómantísk og bera þess merki að vera ort af skáldi sem er að stíga sín fyrstu skref.
  Í sumum þeirra má þó sjá drætti sem síðar áttu eftir að skila höfundinum langt í heimi bókmenntanna. Náttúrusýn hins unga skálds er sterk og umhverfið dregið skýrum dráttum.

 • Aðventa

  Gunnar Gunnarsson lagði grunninn að sinni vinsælustu sögu, Aðventu, með smásögunni Góða hirðinum (Den gode Hyrde) í danska tímaritinu Julesne 1931. Söguna byggði hann á frásögn Fjalla-Bensa, Benedikts Sigurjónssonar, af svaðilförum við eftirleitir á Mývatnsöræfum.
  Aðventa kom fyrst út 1936 í útgáfuröðinni Reclam Universal-Bibliothek og hefur nú verið gefin út á yfir 10 tungumálum um víða veröld og hvarvetna selst vel. Stærsta upplagið var prentað í Bandaríkjunum þegar hún var gjafabók í Book of the Month Club 1941 og fór í mörg hundruð þúsundum eintökum. Þá er hún enn gefin út á nokkurra ára fresti hjá Reclam í Þýskalandi og hafa frá styrjaldarlokum selst yfir 400.000 eintök af henni þar í landi. Það má því leiða líkum að því að Aðventa hafi selst í yfir milljón eintökum frá því hún kom út fyrir rúmum tæpum 80 árum.

  Sagt er að Walt Disney hafi á sínum tíma haft áhuga á að gera teiknimynd eftir Aðventu og hringt í Gunnar sjálfan.
  Þegar skáldið hafi spurt kvikmyndajöfurinn um hvaða laun kæmu í sinn hlut fyrir réttinn til kvikmyndatöku, hafi Disney sagt að hann væri nú vanari því að fá greitt. Að fengnu því svari lagði Gunnar á enda hafði hann litla trú á kvikmyndum eftir bitra reynslu af því hvernig Sögu Borgarættarinnar var umbreytt í höndum Nordisk Film Kompani 1919.

 • Svartfugl

  Sagan af Eyjólfi kapelán og ástríðuglæpum Bjarna og Steinunnar kom fyrst út í Danmörku 1929. Strax ári síðar var hún gefin út á hollensku, þýsku og sænsku og útgáfur á fleiri tungumálum fylgdu í kjölfarið. Bókin kom þó ekki út á íslensku fyrr en 1938 í þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar.
  Svartfugl fékk hvarvetna góða dóma jafnt lesenda sem gagnrýnenda. Í könnun meðal helstu rithöfunda Dana, þar sem þeir voru beðnir um að nefna hvaða skáldsaga ársins 1929 hefði orkað sterkast á þá, tróndi Svartfugl efstur á lista. Sömuleiðis var bókin í efsta sæti metsölulista í Danmörku fyrir jólin 1929 og seldist betur en verk eftir Karin Michaelis og Sigrid Unset, sem og Tíðindalaust á vesturvígsstöðvunum eftir Erich Maria Remarque. 

  Leikrit hafa verið gerð eftir Svartfugli á Íslandi og síðast var sýnt verk árið 2012 byggt á sögu Gunnars.

  Fyrsti Krimminn

  Svartfugl er stundum sögð vera fyrsta alvöru íslenska glæpasagan þar sem réttarrannsókn spinnur söguþráðinn. Í henni býr þó margt fleira og segja má að hún lýsi samtímanum eins vel og þeim tíma sem sagan gerist á. Spurningum um eðli valdsins, trú og fleiri eilífðarmálum er velt upp í sögunni. Spurningum sem ekki eiga síður við nú á ógnaröld hryðjuverka en á millistríðsárum síðustu aldar.

 • Fjallkirkjan

  Fjallkirkjan, sagan af Ugga Greipssyni er byggð á ævi Gunnars sjálfs þó að lögmál skáldskaparins hafi ráðið meiru í henni en raunveruleikinn eftir því sem höfundurinn sagði sjálfur. Lýsing skáldsins á æskuárum Ugga er einstök í íslenskum bókmenntum og hafa margir viljað setja verkið á stall með bernskusögum Gorkís, Pagnols og fleiri heimsfrægra höfunda. 
  Fjallkirkjan naut ekki einungis vinsælda í Skandinavíu og Þýskalandi. Hún var gefin út í Bandaríkjunum 1938 og fór fyrsta bindi hennar, Ships in the sky, beint í 6. sæti metsölulista bókaverslana í New York. Jafnframt fékk hún frábæra dóma gagnrýnenda sem kepptust við að lofa hana. Á Íslandi kom sagan fyrst út í þýðingu Halldórs Laxness 1941-1943. Sú þýðing kom síðan út í einni bók með myndskreytingum Gunnars yngri listmálara 1951.

 • Saga Borgarættarinnar

  Skáldsagan sem færði Gunnari Gunnarssyni frægð og frama í Danmörku var Saga Borgarættarinnar, sagan af Ormarri Örlygssyni og hans fólki. Hún kom út hjá Gyldendal í fjórum bindum á árunum 1912-1914 og náði strax á þriðja bindi miklum vinsældum.

  Þó að Gunnar teldi hana síðar vera ófullkomið byrjendaverk þá þakkaði hann Borgarættinni það að hann náði að helga sig ritstörfum og láta draum sinn um vinnu við skáldskap rætast.
  Saga Borgarættarinnar var kvikmynduð 1919, fyrst íslenskra skáldsagna. Það var hinn kunni danski leikstjóri og leikari Gunnar Sommerfeldt sem átti hugmyndina að því og kom til Íslands á vegum Nordisk Film Kompani með fríðu föruneyti í ágústbyrjun 1919. Gunnar skáld var með í för og fylgdi kvikmyndatökuliðinu vítt og breitt um Suður- og Vesturland. Vakti leiðangurinn mikla athygli því að 40 hesta og flutningabifreið þurfti undir farangurinn. Síðan var komið aftur til Reykjavíkur um miðjan september og reist sviðsmynd. Tökum lauk um miðjan október og var myndin frumsýnd um haustið 1920 við miklar vinsældir. Var þetta dýrasta mynd sem Nordisk Film hafði gert til þessa en Gunnar Sommerfeldt tókst næst á við Gróður jarðar eftir Knut Hamsun.

  Borgarættin hefur verið þýdd á fjölda tungumála og var endurútgefin í Danmörku margoft nær alla 20. öldina.


Gunnarshús

Gunnarshús á Skriðuklaustri var byggt árið 1939 af rithöfundinum Gunnari Gunnarssyni (1889-1975). Vinur Gunnars, þýski arkitektinn Fritz Höger, teiknaði húsið ásamt öðrum fyrirhuguðum byggingum herragarðsins. Þær byggingar, sem voru fyrst og fremst útihús, risu aldrei. Húsið stendur sem minnisvarði um stórhug Gunnars þegar hann sneri heim til Íslands sem frægur og fjáður rithöfundur eftir þrjátíu ára dvöl í Danmörku.

Gunnar og Franzisca, kona hans, bjuggu í níu ár á Skriðuklaustri en fluttu þá til Reykjavíkur. Þau gáfu íslenska ríkinu Gunnarshús og jörðina alla árið 1948 til ævarandi eignar. Árin 1949-1990 var starfrækt tilraunastöð í landbúnaði á staðnum. Frá árinu 2000 hefur Stofnun Gunnars Gunnarssonar rekið menningar- og fræðasetur á Skriðuklaustri.

Bygging hússins var risavaxið verkefni á sínum tíma. Byggingarkostnaður var á við tíu einbýlishús í Reykjavík. Frá júní og fram í október 1939 voru að jafnaði 20-30 manns að störfum auk matráðskvenna og vikapilta. Gera má ráð fyrir að hátt í hundrað manns hafi komið að verkinu. Í vinnudagbók eru skráðar alls um 33.000 vinnustundir á 64 einstaklinga.


Arkitektinn

Arkitektinn Johann Friedrich (Fritz) Höger fæddist 1877 skammt frá Hamborg í Þýskalandi. Hann lærði smíðar og múrverk en var sjálfmenntaður sem arkitekt. Hann rak teiknistofu í Hamborg frá 1907 og teiknaði allt frá íbúðarhúsum og upp í kirkjur og ráðhús.

Nafn Högers er þekkt í þýskri og alþjóðlegri byggingarlistarsögu 20. aldar enda var hann einn helsti brautryðjandi norður-þýsks múrsteins- expressjónisma (Backsteinexpressionismus).

Þekktasta bygging Högers er Chile-Haus í Hamborg, sem hann teiknaði fyrir kaupsýslumanninn Henry B. Sloman. 10.000 fermetra skrifstofubygging byggð á árunum 1922-1924. Lögun húsins er einstök og er það eitt þeirra húsa í Hamborg sem bíða þess að komast inn á heimsminjaskrá UNESCO.

Höger gerðist félagi í nasistaflokknum á fjórða áratugnum og reyndi að koma sínum byggingarstíl að hjá stjórnendum þriðja ríkisins. Hinn klassíski stíll Albert Speer varð hins vegar ofan á og eftir 1935 fór að halla undan fæti hjá Höger.

Fritz Höger var mikill áhugamaður um bókmenntir og orti sjálfur ljóð. Hann var félagi í Norræna félaginu þýska (Nordische Gesellschaft) og sótti samkomur skáldahópsins Eutiner Dichterkreis. Það var á þeim vettvangi sem hann kynntist Gunnari og tókst með þeim góð vinátta. Þeir áttu það sammerkt að hafa brotist úr fátækt til frægðar og frama. Vinátta þeirra entist allt þar til Höger lést í júní árið 1949.

Þjóðsagan

Hið fræga Arnarhreiður Einhvern tíma á 6. eða 7. áratugnum komst á kreik á Íslandi sú kjaftasaga að sami arkitekt væri að Gunnarshúsi og svokölluðu Arnarhreiðri Hitlers, Das Kehlsteinhaus, sem byggt var í nágrenni Berchtesgaden syðst í Þýskalandi 1938. Endaði það með því að sú staðleysa birtist á prenti og varð að útbreiddum misskilningi. Enginn fótur er fyrir þessum sögusögnum. Arnarhreiðrið teiknaði arkitektinn Roderich Fick sem hannaði fleiri byggingar fyrir foringja Þriðja ríkisins í Obersalzberg. Stíll þessara tveggja húsa er hins vegar áþekkur og bæði sækja útlit sitt í hefðbundinn suður-þýskan sveitastíl.End

Fyrstu bækur

Gunnar Gunnarsson var aðeins 17 ára þegar hann gaf út sínar fyrstu ljóðabækur. Þær komu út hjá Oddi Björnssyni á Akureyri árið 1906 og báru heitin Vorljóð og Móðurminning. Kvæðin eru nýrómantísk og bera þess merki að vera ort af skáldi sem er að stíga sín fyrstu skref.
Í sumum þeirra má þó sjá drætti sem síðar áttu eftir að skila höfundinum langt í heimi bókmenntanna. Náttúrusýn hins unga skálds er sterk og umhverfið dregið skýrum dráttum.

Aðventa

Gunnar Gunnarsson lagði grunninn að sinni vinsælustu sögu, Aðventu, með smásögunni Góða hirðinum (Den gode Hyrde) í danska tímaritinu Julesne 1931. Söguna byggði hann á frásögn Fjalla-Bensa, Benedikts Sigurjónssonar, af svaðilförum við eftirleitir á Mývatnsöræfum.
Aðventa kom fyrst út 1936 í útgáfuröðinni Reclam Universal-Bibliothek og hefur nú verið gefin út á yfir 10 tungumálum um víða veröld og hvarvetna selst vel. Stærsta upplagið var prentað í Bandaríkjunum þegar hún var gjafabók í Book of the Month Club 1941 og fór í mörg hundruð þúsundum eintökum. Þá er hún enn gefin út á nokkurra ára fresti hjá Reclam í Þýskalandi og hafa frá styrjaldarlokum selst yfir 400.000 eintök af henni þar í landi. Það má því leiða líkum að því að Aðventa hafi selst í yfir milljón eintökum frá því hún kom út fyrir rúmum tæpum 80 árum.

Sagt er að Walt Disney hafi á sínum tíma haft áhuga á að gera teiknimynd eftir Aðventu og hringt í Gunnar sjálfan.
Þegar skáldið hafi spurt kvikmyndajöfurinn um hvaða laun kæmu í sinn hlut fyrir réttinn til kvikmyndatöku, hafi Disney sagt að hann væri nú vanari því að fá greitt. Að fengnu því svari lagði Gunnar á enda hafði hann litla trú á kvikmyndum eftir bitra reynslu af því hvernig Sögu Borgarættarinnar var umbreytt í höndum Nordisk Film Kompani 1919.

Svartfugl

Sagan af Eyjólfi kapelán og ástríðuglæpum Bjarna og Steinunnar kom fyrst út í Danmörku 1929. Strax ári síðar var hún gefin út á hollensku, þýsku og sænsku og útgáfur á fleiri tungumálum fylgdu í kjölfarið. Bókin kom þó ekki út á íslensku fyrr en 1938 í þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar.
Svartfugl fékk hvarvetna góða dóma jafnt lesenda sem gagnrýnenda. Í könnun meðal helstu rithöfunda Dana, þar sem þeir voru beðnir um að nefna hvaða skáldsaga ársins 1929 hefði orkað sterkast á þá, tróndi Svartfugl efstur á lista. Sömuleiðis var bókin í efsta sæti metsölulista í Danmörku fyrir jólin 1929 og seldist betur en verk eftir Karin Michaelis og Sigrid Unset, sem og Tíðindalaust á vesturvígsstöðvunum eftir Erich Maria Remarque. 

Leikrit hafa verið gerð eftir Svartfugli á Íslandi og síðast var sýnt verk árið 2012 byggt á sögu Gunnars

Fyrsti Krimminn

Svartfugl er stundum sögð vera fyrsta alvöru íslenska glæpasagan þar sem réttarrannsókn spinnur söguþráðinn. Í henni býr þó margt fleira og segja má að hún lýsi samtímanum eins vel og þeim tíma sem sagan gerist á. Spurningum um eðli valdsins, trú og fleiri eilífðarmálum er velt upp í sögunni. Spurningum sem ekki eiga síður við nú á ógnaröld hryðjuverka en á millistríðsárum síðustu aldar.

Fjallkirkjan

Fjallkirkjan, sagan af Ugga Greipssyni er byggð á ævi Gunnars sjálfs þó að lögmál skáldskaparins hafi ráðið meiru í henni en raunveruleikinn eftir því sem höfundurinn sagði sjálfur. Lýsing skáldsins á æskuárum Ugga er einstök í íslenskum bókmenntum og hafa margir viljað setja verkið á stall með bernskusögum Gorkís, Pagnols og fleiri heimsfrægra höfunda. 
Fjallkirkjan naut ekki einungis vinsælda í Skandinavíu og Þýskalandi. Hún var gefin út í Bandaríkjunum 1938 og fór fyrsta bindi hennar, Ships in the sky, beint í 6. sæti metsölulista bókaverslana í New York. Jafnframt fékk hún frábæra dóma gagnrýnenda sem kepptust við að lofa hana. Á Íslandi kom sagan fyrst út í þýðingu Halldórs Laxness 1941-1943. Sú þýðing kom síðan út í einni bók með myndskreytingum Gunnars yngri listmálara 1951.

Saga Borgarættarinnar

Skáldsagan sem færði Gunnari Gunnarssyni frægð og frama í Danmörku var Saga Borgarættarinnar, sagan af Ormarri Örlygssyni og hans fólki. Hún kom út hjá Gyldendal í fjórum bindum á árunum 1912-1914 og náði strax á þriðja bindi miklum vinsældum.

Þó að Gunnar teldi hana síðar vera ófullkomið byrjendaverk þá þakkaði hann Borgarættinni það að hann náði að helga sig ritstörfum og láta draum sinn um vinnu við skáldskap rætast.
Saga Borgarættarinnar var kvikmynduð 1919, fyrst íslenskra skáldsagna. Það var hinn kunni danski leikstjóri og leikari Gunnar Sommerfeldt sem átti hugmyndina að því og kom til Íslands á vegum Nordisk Film Kompani með fríðu föruneyti í ágústbyrjun 1919. Gunnar skáld var með í för og fylgdi kvikmyndatökuliðinu vítt og breitt um Suður- og Vesturland. Vakti leiðangurinn mikla athygli því að 40 hesta og flutningabifreið þurfti undir farangurinn. Síðan var komið aftur til Reykjavíkur um miðjan september og reist sviðsmynd. Tökum lauk um miðjan október og var myndin frumsýnd um haustið 1920 við miklar vinsældir. Var þetta dýrasta mynd sem Nordisk Film hafði gert til þessa en Gunnar Sommerfeldt tókst næst á við Gróður jarðar eftir Knut Hamsun.

Borgarættin hefur verið þýdd á fjölda tungumála og var endurútgefin í Danmörku margoft nær alla 20. öldina.

Skáldið

Gunnar Gunnarsson er einn af áhrifamestu höfundum Íslands á 20. öld. Verk hans eru full af vísunum í heimsbókmenntirnar, fortíð og samtíð. Náttúrulýsingar Gunnars eiga sér fáa líka og íslenskir listamenn og rithöfundar leita enn í dag í smiðju hans. Höfundar eins og Jón Kalman Stefánsson hafa til dæmis sótt innblástur í Aðventu:

...svo snjall er Gunnar í stílnum í Aðventu, afslappaður og agaður í senn, að hann kemur öllu fyrir án þess að við tökum eftir því, eiginlega bara með því að skapa stemningu sem við skynjum, sem við öndum að okkur - sem við lifum.

Jón Kalman Stefánsson

Gunnar var einnig fyrsti atvinnuhöfundur Íslands sem náði að komast margsinnis á metsölulista erlendis. Þannig var hann öðrum höfundur eins og Halldóri Laxness fyrirmynd og sannaði að íslenskar samtímabókmenntir gætu náð út fyrir landsteinana. Þó að hann byggi í rúm 30 ár í Danmörku var hann alltaf íslenskur höfundur og sögusvið verka hans á Íslandi.

Æskan

Gunnar Gunnarsson fæddist 18. maí 1889 á Valþjófsstað í Fljótsdal, næsta bæ við Skriðuklaustur. Sjö ára fluttist hann með foreldrum sínum að Ljótsstöðum í Vopnafirði þar sem móðir hans dó ári síðar. Gunnar ól ungur með sér þann draum að verða skáld og 1906 fékk hann útgefin tvö lítil ljóðakver sem hétu Vorljóð og Móðurminning. Sem fátækur bóndasonur hélt hann 18 ára til náms við lýðskólann í Askov í Danmörku. Í stað þess að snúa aftur heim að námi loknu vildi hann reyna til þrautar að verða rithöfundur.

Framinn

Frægð og frami komu ekki fyrirhafnarlaust. Gunnar lifði um skeið við kröpp kjör í Árósum og Kaupmannahöfn og las og skrifaði til að þroska skáldgáfuna. Þar kom að þrautagangan bar árangur. Vorið 1912 samþykkti Gyldendal forlagið að gefa út skáldsögu eftir Gunnar. Ísinn var brotinn og skáldið unga kvæntist ástinni sinni, Franziscu.

Rúmlega þrítugur var Gunnar orðinn þekktur í Danmörku fyrir verk sín. Gerð var stór kvikmynd eftir fyrstu skáldsögu hans, Sögu Borgarættarinnar, og farið að þýða og gefa bækur hans út á öðrum tungumálum en dönsku og íslensku. Hann var meira að segja orðaður við Nóbelsverðlaun í bókmenntum, bæði í fjölmiðlum og tilnefningum. Gunnar var á þessum tíma áberandi í dönskum blöðum, ekki bara vegna skáldskapar sín heldur vann hann m.a. ötullega að því að gefnar væru út nýjar danskar þýðingar á Íslendingasögunum. Þá var hann ófeiminn við að boða skandinavisma og taldi farsælast fyrir Norðurlöndin að sameinast í eitt lýðræðisríki.

Fjölskyldan

Gunnar Gunnarsson kynntist lífsförunauti sínum, Franziscu Antoniu Josephine Jørgensen frá Fredericia á Jótlandi, árið 1911. Faðir hennar var járnsmiður en móðir hennar af þýskum aðalsættum. Franzisca var fædd 4. apríl 1891 og kom úr stórum systkinahópi. Anna systir hennar giftist líka íslenskum listamanni, Einari Jónssyni myndhöggvara. Gunnar og Franzisca eignuðust tvo syni, Gunnar yngri 1914 og Úlf 1919. Ástarsamband Gunnars við aðra konu, Ruth Lange, á 3. áratugnum reyndi mjög á samband þeirra Franziscu enda eignaðist Gunnar þá þriðja soninn, Grím. En hjónabandið hélt og Franzisca fylgdi manni sínum til Íslands.

Heimkoman

Gunnar Gunnarsson bjó í Danmörku frá 1907 til 1939 þegar hann flutti aftur heim til Íslands og byggði stórhýsi á Skriðuklaustri, næstu jörð við fæðingarstað sinn. Hann var aðeins fimmtugur að aldri en hafði skrifað nær allt sitt höfundarverk. Frægur og mikilsmetinn höfundur var fluttur heim í sveitina sína lengst frá skarkala heimsins. Draumur hans um að vera skáldið sem situr og skrifar á óðali sínu meðan vinnufólkið heldur stórbýlinu gangandi gufaði á hinn bóginn upp í samfélagsbreytingum stríðsáranna. Hann og kona hans Franzisca gáfu íslensku þjóðinni Skriðuklaustur árið 1948 og fluttu til Reykjavíkur.

Endalokin

Á 6. áratugnum komu út síðustu frumsömdu skáldsögur Gunnars en seinustu árin notaði hann til að þýða eigin verk á íslensku. Gunnar lést í Reykjavík 21. nóvember 1975 og Franzisca ári síðar, 22. október 1976. Þau eru jarðsett í Viðey.

Hafa samband

+354 471 2990
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Komdu í heimsókn

Gunnarsstofnun
Skriðuklaustur
701 Egilsstaðir
Kort

Fylgdu okkur