Menningarsjóður
Menningarsjóður Stofnunar Gunnars Gunnarssonar var stofnaður árið 2013 af mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Þriggja manna stjórn stýrir sjóðnum en samkvæmt staðfestri skipulagsskrá er tilgangur hans tvíþættur:
- annars vegar að renna stoðum undir starfsemi Stofnunar Gunnars Gunnarssonar á Skriðuklaustri með árlegum framlögum til hennar;
- hins vegar að styðja rithöfunda, listamenn, fræðimenn og námsfólk til verka er samræmast hlutverki Gunnarsstofnunar.
Með þeim hætti er sjóðnum ætlað að efla menningarstarf á Skriðuklaustri og styrkja ímynd Gunnarsstofnunar sem menningarstofnunar.
Menningarsjóðurinn er í vörslu Gunnarsstofnunar sem annast daglega umsýslu vegna starfsemi sjóðsins.
Sjóðsstjórn auglýsir eftir umsóknum um styrki og ákveður þær áherslur sem gilda um styrkveitingar.
Ekki verður auglýst eftir umsóknum um styrki árið 2025. Þessi í stað munu tveir dvalargestir í gestaíbúðinni Klaustrinu á Skriðuklaustri hljóta 300.000 kr. ferða- og dvalarstyrk.
- Samkvæmt skipulagsskrá er tilgangur sjóðsins tvíþættur: annars vegar að renna stoðum undir starfsemi Stofnunar Gunnars Gunnarssonar á Skriðuklaustri með árlegum framlögum til hennar; hins vegar að styðja rithöfunda, listamenn, fræðimenn og námsfólk til verka er samræmast hlutverki Gunnarsstofnunar. Með þeim hætti er sjóðnum ætlað að efla menningarstarf á Skriðuklaustri og styrkja ímynd Gunnarsstofnunar sem menningarstofnunar. Hlutverk Stofnunar Gunnars Gunnarssonar er skv. skipulagsskrá hennar:
- Að annast uppbyggingu og rekstur menningar- og fræðaseturs að Skriðuklaustri í Fljótsdal.
- Að stunda fræðastarfsemi á sviði hugvísinda og leggja rækt við bókmenntir með áherslu á ritverk og ævi Gunnars Gunnarssonar.
- Að reka dvalarstað fyrir lista- og fræðimenn og standa fyrir sýningum og öðrum listviðburðum.
- Að stuðla að atvinnuþróun á Austurlandi og efla rannsóknir á austfirskum fræðum.
- Að sinna alþjóðlegum menningartengslum og standa vörð um hugsjónir Gunnars Gunnarssonar. - Stjórn sjóðsins ákveður áherslur við styrkúthlutun á hverju ári og skulu þær koma fram í auglýsingum og annarri kynningu á styrkumsóknum hverju sinni.
- Umsækjendur geta verið lögráða einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög.
- Æskilegt er að umsækjendur geti sýnt fram á fleiri fjárhagslega bakhjarla en Menningarsjóð Gunnarsstofnunar. Miðað skal við að styrkir séu ekki hærri fjárhæð en sem nemur helmingi alls kostnaðar, þ.e. 50% af kostnaði við verkefnið.
- Með umsókninni verður að fylgja greinargóð lýsing á verkefninu með verkáætlun og tímasetningum, ítarleg fjárhagsáætlun (kostnaðar- og tekjuáætlun) og upplýsingar um aðstandendur. Umsóknum skal skilað rafrænt á þar til gerðu eyðublaði. Mikilvægt er að umsóknir séu rétt útfylltar og öll skilyrði uppfyllt, að öðrum kosti verður umsókn hafnað. Matsviðmið stjórnar skulu vera aðgengileg umsækjendum á heimasíðu.
- Umsækjandi ábyrgist að fullnægjandi leyfi séu fyrir framkvæmd verkefnis og notkun heimilda ef þarf, sem og öðrum þáttum verkefnisins.
- Menningarsjóður Gunnarsstofnunar og styrkþegi gera með sér sérstakan samning sem m.a. kveður á um gagnkvæmar skyldur, fyrirkomulag greiðslu, lokaskýrslu og eftirfylgni. Miðað skal við að styrkir 200 þús. kr. eða lægri séu greiddir í einu lagi þegar styrkþegi getur sýnt fram á að það sé hafið. Hærri styrkir eru greiddir í tveimur greiðslum og seinni greiðsla ekki innt af hendi fyrr en lokaskýrslu hefur verið skilað.
- Styrkþegi skal skila lokaskýrslu um framkvæmd og árangur verkefnisins innan þriggja mánaða frá lokum þess. Að öðru leyti ber styrkþega að veita sjóðnum upplýsingar um framvindu verkefnisins þegar eftir því er leitað.
- Að öllu jöfnu eru ekki styrkt verkefni sem eru hafin þegar til úthlutunar kemur. Verkefnum sem hljóta styrki þarf að vera lokið innan árs frá styrkúthlutun nema rök séu fyrir öðru.
-
Umsóknir þurfa að vera á eyðublöðum frá sjóðnum og skilað ásamt fylgigögnum eigi síðar en á lokadegi auglýsts umsóknarfrest á netfangið
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .Endurskoðað og samþykkt af stjórn sjóðsins 2. mars 2022.
Skipulagsskrá fyrir Menningarsjóð Stofnunar Gunnars Gunnarssonar (birt í Stjórnartíðindum 26. ágúst 2013).
- gr. Heiti
Sjóðurinn heitir „Menningarsjóður Stofnunar Gunnars Gunnarssonar“ og er með sérstaka stjórn og starfar skv. lögum nr. 19/1988. -
gr. Heimilsfang og varnarþing
Heimili og varnarþing sjóðsins er á Skriðuklaustri í Fljótsdal. -
gr. Markmið
Tilgangur sjóðsins er tvíþættur: annars vegar að renna stoðum undir starfsemi Stofnunar Gunnars Gunnarssonar á Skriðuklaustri með árlegum framlögum til hennar; hins vegar að styðja rithöfunda, listamenn, fræðimenn og námsfólk til verka er samræmast hlutverki Gunnarsstofnunar. Með þeim hætti er sjóðnum ætlað að efla menningarstarf á Skriðuklaustri og styrkja ímynd Gunnarsstofnunar sem menningarstofnunar. -
gr. Stofnendur og stofnframlag
Stofnandi Menningarsjóðs Stofnunar Gunnars Gunnarssonar er mennta- og menningarmálaráðuneyti, kt. 460269-2969. Heildarframlag stofnfjár er lagt fram af ríkissjóði og er kr. 43.412.013.- sem samsvarar þeim fallbótum sem Landsvirkjun greiddi íslenska ríkinu fyrir vatnsréttindi Skriðuklausturs við Jökulsá á Dal vegna lands Brattagerðis. Þar af eru 10.000.000 kr. óskerðanlegur hluti stofnframlags sem ávaxta skal með tryggilegum hætti.
Sjóðurinn ber ábyrgð á skuldbindingum sínum með öllum eignum sínum og öðrum þeim verðmætum er hann kann að eignast síðar. Sjóðurinn er óháður öllum öðrum lögaðilum og einstaklingum. -
gr. Stjórn
Stjórn Menningarsjóðs Stofnunar Gunnars Gunnarssonar er skipuð þremur mönnum og einum til vara til þriggja ára í senn. Stjórn Stofnunar Gunnars Gunnarssonar tilnefnir tvo fulltrúa og einn til vara. Mennta- og menningarmálaráðherra tilnefnir einn fulltrúa úr hópi afkomenda Gunnars Gunnarsonar. Sjóðsstjórn kýs formann úr sínum hópi og skiptir að öðru leyti með sér verkum. Ákvarðanir stjórnar eru teknar með meirihluta atkvæða. Stjórnarmenn fá hvorki greidd laun né þóknun fyrir venjuleg stjórnarstörf.
Stjórnin skal framfylgja meginmarkmiðum skipulagsskrár þessarar og einstökum ákvæðum hennar. Stjórnin ber ábyrgð á rekstri, fjárhag og eignum sjóðsins og kemur fram fyrir hans hönd gagnvart þeim sem veita sjóðnum fjárhagslegan stuðning. Stjórnin ákveður stefnu og starfstilhögun sjóðsins í samræmi við skipulagsskrá þessa og setur sér starfsreglur.
Stjórnin er að öllu leyti óháð boðvaldi stofnenda eða annarra aðila og hún skal taka allar meiriháttar ákvarðanir á vegum sjóðsins. Sjóðstjórn ber ábyrgð á ávöxtun sjóðsfjár og er heimilt að fela viðurkenndum fjárvörsluaðila umsjón með fjármunum sjóðsins. -
gr. Fundarboðun
Boða skal til stjórnarfundar með tryggilegum hætti. Enga mikilvæga ákvörðun má taka fyrir hönd sjóðsins nema stjórnin sé fullskipuð. Stjórnarmaður má ekki taka þátt í meðferð einstaks máls ef það málefni sem fyrir liggur til ákvörðunar skiptir hann verulegu máli fjárhagslega eða siðferðislega. Aðalatriði þess sem fram fer á stjórnarfundum skal færa til bókar. Fundargerðir stjórnar skuli birtar opinberlega. -
gr. Tekjur
Tekjur Menningarsjóðs Stofnunar Gunnars Gunnarssonar auk vaxta af stofnframlagi eru tekjur af framlögum frá opinberum aðilum, einstaklingum, fyrirtækjum og samtökum og annars aflafjár.
Tekjum Menningarsjóðs Stofnunar Gunnars Gunnarssonar má einvörðungu verja í þeim tilgangi sem samrýmist tilgangi sjóðsins, sbr. 2. gr., og til að standa straum af kostnaði við rekstur sjóðsins. -
gr. Ráðstöfunarfé og styrkveitingar
Sjóðstjórn hefur árlega til ráðstöfunar vaxtatekjur af eignum sjóðsins að frádregnum verðbótum. Jafnframt hefur sjóðstjórn heimild til að verja allt að 10% af höfuðstól sjóðsins til styrkveitinga samkvæmt ákvæðum 9. gr. en án þess þó að ganga á óskerðanlegan hluta sjóðsins, sbr. 2. mgr. 3. gr.
Styrkir úr sjóðnum skulu auglýstir til umsóknar í fjölmiðlum samkvæmt nánari ákvæðum er sjóðstjórn ákveður.
Stjórn skal úthluta ráðstöfunarfé til styrkja sem samrýmast megintilgangi sjóðsins skv. 2. gr. skipulagsskrárinnar og í samræmi við auglýsingu. -
gr. Reikningsárið
Reikningsárið er almanaksárið og er fyrsta reikningstímabil frá stofnun sjóðsins og til næstu áramóta. Stjórn sjóðsins skal ganga frá reikningum næstliðins árs fyrir 1. maí ár hvert.
Reikningar sjóðsins skulu endurskoðaðir af eða hljóta könnunaráritun af löggiltum endurskoðanda, sem skipaður er af stjórn eitt ár í senn. Endurskoðaðir reikningar skulu sendir Ríkisendurskoðun eigi síðar en 30. júní ár hvert fyrir næstliðið ár ásamt skýrslu um hvernig fé sjóðsins hefur verið ráðstafað á því ári. Um reikningsskil sjóðsins fer eftir því sem segir í lögum nr. 19/1988 um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá. -
gr. Breyting samþykkta, slit og sameining
Til þess að breyta skipulagsskrá þessari, sameina sjóðinn öðrum sjóði eða leggja hann niður, þarf samþykki allra stjórnarmanna. Slíkt skal svo borið skriflega undir embætti sýslumannsins á Sauðárkróki. Komi til niðurlagningar Menningarsjóðs Stofnunar Gunnars Gunnarssonar ganga eignir hans til Stofnunar Gunnars Gunnarssonar sem ráðstafar þeim í samræmi við þann tilgang sem lýst er í 2. gr. hér að ofan. -
gr. Staðfesting sýslumanns
Leita skal staðfestingar sýslumannsins á Sauðárkróki á skipulagsskrá þessari.
Skipulagsskrá þessi staðfestist hér með samkvæmt lögum um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá, nr. 19/1988.
Sýslumaðurinn á Sauðárkróki, 26. ágúst 2013.
Stjórn Menningarsjóðs Stofnunar Gunnars Gunnarssonar er þannig skipuð frá 1. janúar 2023 til 31. desember 2025.
- Signý Ormarsdóttir (formaður), skipuð af stjórn Gunnarsstofnunar.
- Gunnar Björn Gunnarsson, skipaður af menningarmálaráðuneyti úr hópi afkomenda.
- Sigríður Sigmundsdóttir, skipuð af stjórn Gunnarsstofnunar.
- Varamaður er Gunnar Martin Úlfsson, skipaður af stjórn Gunnarsstofnunar.
Sjóðsstjórn setur sér starfsreglur og ákveður úthlutunarreglur.
2024 | 2023 | 2022 | 2021 | 2020 | 2019 | 2018 | 2017 | 2016 | 2015
Úthlutanir
Ekki auglýst eftir umsóknum. Gunnarsstofnun úthlutað 500.000 kr. vegna menningarverkefna.
Ekki auglýst eftir umsóknum. Gunnarsstofnun úthlutað 500.000 kr. vegna nýrrar miðlunar á Skriðuklaustri.
400.000 kr. Moshe Erlendur Okon. Þýðing Aðventu yfir á hebresku til útgáfu í Ísrael.
400.000 kr. Oskar Vistdal. Norsk þýðing og útgáfa á 12 smásögum Gunnars Gunnarssonar.
300.000 kr. Ragnhildur Ásvaldsdóttir. Hnikun - bókverk tengt sýningu í Sláturhúsinu á Egilsstöðum þar sem unnið er með sögu hússins.
100.000 kr. Iðunn Jónsdóttir. „Dwelling on the banks of Jökla“ - könnun á sambandi mannfólks og ómennskrar náttúru við Jöklu.
1.000.000 kr. Gunnarsstofnun. Ný miðlun á Skriðuklaustri - Uggi litli Greipsson í viðauknum veruleika (AR).
Engin úthlutun.
Engin úthlutun.
1.500.000 kr. Kvikmyndasafn Íslands, SinfoniaNord og Gunnarsstofnun. 100 ára afmæli kvikmyndarinnar Sögu Borgarættarinnar.
50.000 kr. Ívar Andri Bjarnason. Námsstyrkur til tónlistarnáms við Brandbjerg Højskole.
200.000 kr. Ólafía Herborg Jóhannsdóttir. Stakkahlíðar- og Loðmundarfjarðarsaga.
200.000 kr. Anar Rahimov. Ferðastyrkur vegna þýðinga á verkum Gunnars Gunnarssonar.
200.000 kr. Tónleikafélag Austurlands 80's rokkveisla.
300.000 kr. Berta Dröfn Ómarsdóttir og Þorvaldur Davíð Kristjánsson. Frumflutningur á óperunni The Raven's Kiss.
450.000 kr. Sigurjón Pétursson og Þóra Hrönn Njálsdóttir. Svartfugl - ljósmyndaverkefni.
200.000 kr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Gunnar Gunnarsson í kalda stríðinu.
200.000 kr. Steinunn Gunnlaugsdóttir og fleiri listamenn. Fædd í Sláturhúsinu - sýning.
250.000 kr. Haukur Ingvarsson. William Faulkner á Íslandi.
500.000 kr. Ottó Geir Borg og Kvikmyndafélags Íslands. Kvikmyndahandrit að Aðventu.
Engin úthlutun.
200.000 kr. Hallveig K. Eiríksdóttir og Þorvaldur S. Helgason. Verkefnið Sælir eru leikglaðir.
200.000 kr. Jón Hjartarson. Verkefnið Þjófurinn okkar.
200.000 kr. Oskar Vistdal. Norsk þýðing á skáldsögu Gunnars Gunnarssonar Svartfugli til útgáfu í Noregi.
400.000 kr. Sigurgeir Orri Sigurgeirsson. Handrit að heimildarmynd um Gunnar Gunnarsson.
*Hlekkir opnast sem PDF skjöl í nýjum glugga.
Styrkþegum ber að skila lokaskýrslum um framkvæmd verkefna ásamt fylgigögnum.
Sendist með pósti eða tölvupósti á menningarsjodur[hjá]skriduklaustur.is