Skip to main content

Æskan


Gunnar Gunnarsson fæddist 18. maí 1889 á Valþjófsstað í Fljótsdal, næsta bæ við Skriðuklaustur. Sjö ára fluttist hann með foreldrum sínum að Ljótsstöðum í Vopnafirði þar sem móðir hans dó ári síðar. Gunnar ól ungur með sér þann draum að verða skáld og 1906 fékk hann útgefin tvö lítil ljóðakver sem hétu Vorljóð og Móðurminning. Sem fátækur bóndasonur hélt hann 18 ára til náms við lýðskólann í Askov í Danmörku. Í stað þess að snúa aftur heim að námi loknu vildi hann reyna til þrautar að verða rithöfundur.