Skip to main content

    Opnunartímar

    • April - maí, kl 11-17 alla daga
    • Júní - ágúst, kl 10-18 alla daga
    • September  - 15.október, kl 11-17 alla daga
    • Yfir vetrartímann er opnunartími óreglulegur. Leitið upplýsinga.

    Verð

    • Fullorðnir (safn & leiðsögn) 1200 kr. *
    • Námsmenn 850 kr.
    • Eldri borgarar/öryrkjar 650 kr.
    • Hópar (20+ manns) 1000 kr.
    • Leiðsögn fornleifasvæði hópar (10+): Fullorðnir 600 kr.*

    * Börn 16 ára og yngri í fylgd með fullorðnum FRÍTT

    Staðsetning

    • Skriðuklaustur er í Fljótsdal fyrir botni Lagarfljóts.
    • 39 km frá Egilsstöðum.
    • 11 km frá Hallormsstað.
    • 5 km frá Hengifossi.

           Kort - Google Maps

    Algengar spurningar


    Aðgengi

    Hvar kemst ég inn?

    • Gengið er inn að ofan, um aðal innganginn til að komast inn á safnið
    • Til að komast á Klausturkaffi er gengið inn neðan við húsið, undir svölunum.

    Hvernig er með aðgengi fyrir fólk með fötlun

    • Það er gott aðgengi fyrir hjólastóla í kringum húsið. Til að komast inn á safnið á efrihæð er rampur og inn á veitingastað á neðri hæð er engin hindrun.
    • Húsið er að innan ekki með lyftu á milli hæða og eru þröskuldar við hverja hurð.  Annars er hægt að komast vel í gegnum húsið og skoða.
    • Niður á minjasvæði er góð leið fyrir hjólastóla að útsýnispallinum.

    Hvernig eru bílastæðin á Skriðuklaustri?

    • Það eru tvö bílastæði hjá Skriðuklaustri ásamt því að vera með tvö sérmerkt bílastæði fyrir fatlað fólk, sitthvort á efra og neðra bílastæði.
    • Góð aðkoma fyrir rútur og stærri bíla á neðra bílastæði.

    Snyrtingar?

    • Samtals eru fjórar kynhlutlausar snyrtingar á Skriðuklaustri.
    • Ein er á efri hæð hússins við innganginn á safninu
    • Þrjár eru á neðri hæð hússins.
    • Þar af er ein á neðri hæð með aðgengi fyrir fólk með fötlun, ásamt því að vera með skipti aðstöðu fyrir börn.

    Eru hundar velkomnir?

    • Já, hundar eru velkomnir til að njóta dagsins með fjölskyldum sínum á Skriðuklaustri, þó ekki inn á safninu.
    Þjónusta og heimsóknir

    Hvernig er með aðgengi fyrir fólk með fötlun?

    • Já, innifalið í aðgangseyrinum er leiðsögn um safnið á efri hæðinni þar sem starfsfólk Skriðuklausturs kynna fyrir ykkur sögu Gunnars, Klausturins og svara öllum spurningum sem þið gætuð haft.

    Er boðið upp á leiðsagnir á mörgum tungumálum?

    Já, það fer þó eftir því hvaða starfsfólk er að vinna á viðkomandi degi.

    Alltaf er hægt að bjóða upp á leiðsagnir á:

    • Íslensku
    • Ensku

    Stundum er hægt að bjóða upp á leiðsagnir á:

    • Dönsku
    • Þýsku
    • Spænsku
    • Frönsku

    Get ég skoðað húsið án leiðsagnar?

    • Já, það er hægt að skoða safnið án leiðsagnar, en það þarf samt sem áður að borga aðgangseyri.

    Kostar að skoða minjasvæðið?

    • Nei, minjasvæðið er opið öllum allan ársins hring án endurgjalds. Þar er að finna ógrinni að upplýsingum um gamla klaustrið á Skriðu og uppgröftin á klaustrinu.

    Hvernig virka aðgangsmiðað að safninu?

    • Miðinn gildir í tvo daga og veitir aðgang að öllu húsinu, nema annað sé tekið fram.
    • Afsláttur er veittur fyrir námsmenn, börn, öryrkja og aldraða.
    • Einnig er afsláttur fyrir 20+ hópa.
    • Aðgangsmiði er ekki innifalinn í verðinu á hlaðborðunum hjá Klausturkaffi.

    Hópar, þarf ég að panta fyrirfram fyrir stærri hópa?

    Já, það er vel séð að pantað leiðsögn fyrir hópa stærri en 20+ og við finnum saman tíma sem hentar.

    Aðgangseyrir fyrir hópa

    • Eldri borgarar/öryrkjar 650 kr.
    • Hópar (20+ manns) 1000 kr.
    • Leiðsögn fornleifasvæði hópar (10+): Fullorðnir 600 kr.*

    * Börn 16 ára og yngri í fylgd með fullorðnum FRÍTT

    Má taka ljósmyndir á safninu?

    • Fólki er velkomið að taka ljósmyndir af öllu á svæðinu nema annað sé sérstaklega tekið fram.

    Er hægt að tengjast internetinu?

    • Frítt Wifi er í öllu húsinu sem að gestum er velkomið að tengjast við.

    Er safnbúð?

    • Já, safnbúðin er staðsett á efrihæð Skriðuklausturs

    Gestaíbúðin, hvernig virkar hún?

    • Allar upplýsingar um fræðimannaíbúðina er hægt að finna hér
    Klausturkaffi

    Hvenær er Klausturkaffi opið?

    • April - maí, kl 11-17 alla daga
    • Júní - ágúst, kl 10-18 alla daga
    • September  - 15.október, kl 11-17 alla daga
    • Yfir vetrartímann er opnunartími óreglulegur.
      Leitið upplýsinga.

    Allar upplýsingar um Klausturkaffi er hægt að finna hér

    Hvað er í boði á Klausturkaffi?

    • Á sumrin er boðið upp á hádegishlaðborð (kl. 12-14) og kaffihlaðborð (kl. 15-17) alla daga. Opið er á sama tíma og Gunnarshús er opið en utan opnunartíma árið um kring geta hópar pantað fjölbreyttar veitingar, t.d. hádegisverði, kaffiveitingar, smárétti og kvöldverði. 
    • Matseðilinn er hægt að skoða hér

    Fylgir aðgangur að safninu með hlaðborði á Klausturkaffi?

    • Nei, aðgangur að safninu er ekki innifalinn í verðinu fyrir hlaðborðin.
    Börn og safnfræðsla

    Hvað er í boði fyrir börn á Skriðuklaustri?

    Áningarstaðurinn Skriðuklaustur hefur upp á margt að bjóða fyrir börn.

    Svæðið í kringum Skriðuklaustur er stórt leiksvæði fyrir börnin. Þar er hægt að nefna:

    • Völundarhúsið og trjágöngin á milli Skriðuklausturs og Snæfellsstofu.
    • Minjasvæðið á grunni gamla ágústínusarklaustursins á Skriðu.
    • Sandkassi.
    • Leikfangakassi með hinum ýmsum útleikföngum.

    Inn á safninu er hægt að:

    • Kynnast Ugga Greipssyni í auknum raunveruleika (AR) þar sem hann segir frá sögu sinni og Gunnars rithöfundar.
    • Skoða gamla ágústínusar klaustrið í sýndarveruleikanum (VR).
    • Kynnast sögu Gunnars Gunnarsonar og Skriðuklaustrs, ásamt uppgreftrinum á minjasvæðinu.

    Er góð hugmynd að koma með börn á safnið?

    • Börn eru hjartanlega velkomin á safnið til okkar.
    • Allt sem að má ekki snerta á grunnsýningunum okkar er nú þegar í varnarumbúðum.
    • Safnið er lifandi á ýmsan máta og til þess að upplifa það þarf að taka gagnvirkann þátt í sýningunni.

    Skólar, hvernig bóka ég heimsókn?

    • Best er að hringja í okkur í síma 471-2990 eða senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
    Annað

    Hvernig gerist ég meðlimur í Klausturreglunni?

    • Klausturreglan er félag fastagesta og hollvina Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri. Aðild að reglunni geta allir fengið sem hafa áhuga. Þeir sem eru skráðir félagar fá send fréttabréf og upplýsingar um starfsemina á Skriðuklaustri. Félagar greiða árgjald sem veitir þeim ýmis fríðindi.
    • Til að sækja um í Klausturregluna er hægt er að senda okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

    Hversu oft sláið þið þakið á Skriðuklaustri?

    • Það er miðað við að slá þakið einu sinni á mánuði, það er þó breytilegt eftir veðráttu. Eins og allir vita, þá er alltaf gott veður í Fljótsdal

    Hvernig sláið þið þakið?

    • Þakið er slegið með orfi.

    Afhverju eru kindurnar alltaf þrjár saman?

    • Mömmurnar eru bara með tvo spena...

    Má klifra á veggjunum?

    • Nei.....

      Hvaða útskornu merki eru þetta milli trjánna?

      • Þetta eru fjármörk sem hafa verið notuð til að merkja eigendum fé sitt.