Aurskriða á Skriðuklaustri

Aðfaranótt 23. janúar féll aurskriða úr Klausturhæð ofan og innan við Gunnarshús, beint upp af húsinu Skriðu. Látlaus rigning og vatnsveður síðustu daga setti af stað jarðveg um 200 m uppi í fjallinu og er skriðan um 40 m þar sem hún er breiðust. Skriðan fór niður að vegi og aðeins upp á hann svo að ryðja þurfti burt aur um morguninn. Langt er síðan fallið hefur aurskriða ofan við Skriðuklaustur en greinilegt að staðurinn stendur enn undir nafni. Fleiri myndir af aurskriðunni má sjá inni á Flickr síðu Skriðuklausturs

Jólakveðja frá Skriðuklaustri

Hátíðin er að ganga í garð og góðu ári að ljúka. Gunnarsstofnun og Klausturkaffi óska öllum sem heimsóttu staðinn á árinu gleðilegra jóla og vonast til að sjá sem flesta aftur á nýju ári. Landsmenn allir eru minntir á að hlusta á lokalestur Aðventu á Rás 1 kl. 15. á morgun aðfangadag. Þá mun Svanhildur Óskarsdóttir ljúka lestri sínum á sögu Gunnars. En fyrir þá sem missa af þessu er hægt hlýða á upptöku af lestri Svanhildar í skrifstofu skáldsins á Skriðuklaustri 15. desember sl. hér á  YouTube.

Aðventa lesin í Gunnarshúsum

Aðventa verður að venju lesin þriðja sunnudag í aðventu á Skriðuklaustri. Að þessu sinni les Svanhildur Óskarsdóttir, sérfræðingur á Árnastofnun, söguna um Bensa og félaga hans. Lesturinn hefst kl. 14 og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Boðið verður upp á kaffi og smákökur en lesturinn tekur rúmar tvær klukkustundir. Á sama tíma verður sagan lesin í Gunnarshúsi í Reykjavík, hjá Rithöfundasambandinu að Dyngjuvegi 8. Þar munu hjónin Olga Guðrún Árnadóttir og Guðmundur Ólafsson hefja lestur kl. 13.30. Þess má geta að sagan er lesin í Moskvu af rússneska leikaranum Veniamin Smekhov laugard. 14. des. og í Berlín las Matthias Scherwenikas Aðventu í íslenska sendiráðinu 1. des.

Rithöfundar og Grýla

Um næstu helgi koma góðir gestir í Skriðuklaustur. Laugard. 30. nóv. verða Jón Kalman, Vigdís Gríms, Andri Snær, Bjarki Bjarna og Sigríður Þorgríms á ferðinni og lesa upp úr bókum sínum kl. 14. Á sunnudaginn er síðan komið að árvissri Grýlugleði og hefst hún kl. 14 og jólakökuhlaðborð á eftir. Um þetta og fleira má lesa í Klausturpóstinum sem er kominn út.

Out of Place og súkkulaðikökur

Í tilefni af Dögum myrkurs er opið um næstu helgi 16. og 17. nóv. kl. 14-17 á Skriðuklaustri. Sýnd verða myndbandsverk eftir skoska listamenn sem fjalla um náttúru og sögu hinna dreifðu og afskekktu byggða á austurströnd Skotlands, m.a. um skoska úlfinn sem dó út fyrir 300 árum. Listamennirnir hafa allir tekið þátt í Feneyjartvíæringnum fyrir Skotlands hönd. Frances Davis frá Timespan menningarmiðstöðinni í Helmsdale mun segja frá verkunum og starfsemi Timespan kl. 14 á laugardaginn. Klausturkaffi býður upp á súkkulaðikökur með meiru báða dagana. Sjá nánar um verkin og listamennina.

Hafðu samband

  • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Komdu í heimsókn

Fylgdu okkur