Lokað þriðjudag 16. sept.

Lokað verður á Skriðuklaustri, bæði safnið og Klausturkaffi, þriðjudaginn 16. september vegna jarðarfarar. Í leiðinni skal bent á að Melarétt í Fljótsdal verður miðvikudaginn 17. sept. og hefst um hádegisbil. Henni hefur verið flýtt, átti að vera laugardaginn 20. sept. Opnunartími á Skriðuklaustri laugard. 20. sept. verður því hefðbundinn kl. 12-17.

Undralandið í gallerí Klaustri

Föstudaginn 12. sept. kl. 16 opnar Lóa Björk Bragadóttir nýja sýningu í gallerí Klaustri. Náttúruöflin í Undralandinu (Ísland) eru ein helsta uppspretta hugmynda að verkunum sem Lóa Björk sýnir nú. Hin sífellda hreyfing og umbreyting náttúruaflanna eru þeir meginþættir sem liggja  til grundvallar verkanna en einnig sækir hún innblástur í ljóðlist Sigurðar Ingólfssonar skálds. Hún hefur  unnið með ólíka miðla í myndlist sinni til þessa en þó aðallega málverk. Í þessum verkum eru möguleikar línuspils þess óræða í náttúrunni skoðaðir á óhlutbundinn hátt með vatnslitum og blandaðri tækni. Allir velkomnir á opnun.

Opnunartími í september

Opnunartími á Skriðuklaustri breytist frá og með 1. sept. Opið verður alla daga til 21. sept. kl. 12-17. Á því eru þó tvær undantekningar. Lokað verður laugard. 6. sept. vegna jarðarfarar og laugard. 20. sept. verður aðeins opið kl. 15-17 vegna Melaréttar. Eftir 21. sept. verður opið helgina 27.-28. sept. kl. 12-17. Sýningu Auðar Bergsteinsdóttur á bróderuðum hnyklum lýkur í gallerí Klaustri 7. sept. og föstud. 12. sept kl. 16 verður opnuð sýning á verkum eftir Ólöfu Björk Bragadóttur undir heitinu Undralandið.

Valdimar á Fljótsdalsdegi

Hinn árlegi Fljótsdalsdagur er sunnudaginn 24. ágúst (sjá heildardagskrá á ormsteiti.is) Á Skriðuklaustri hefjast leikar kl. 11 með ratleik fyrir fjölskylduna. Dagskrá við Gunnarshús byrjar kl. 13.30 með tónleikum með hljómsveitinni VALDIMAR. Síðan taka við hefðbundnir Þristarleikar þar sem keppt er í steinatökum, sekkjahlaupi, fjárdrætti og rababaraspjótkasti ásamt því að dæmt verður um hver kemur með lengsta rababarann. Kl. 16.30 er svo guðsþjónusta beggja siða á rústum klausturkirkjunnar á minjasvæðinu. Að sjálfsögðu er hádegis- og kaffihlaðborð hjá Klausturkaffi og opið hús að skoða sýningar.

Bróderaðir hnyklar

Í gallerí Klaustri stendur nú yfir sýning Auðar Bergsteinsdóttur á bróderuðum hnyklum. Auður er fædd á Bessastöðum í Fljótsdal en hefur lengst af búið í Reykjavík. Hnykla sína býr hún til úr ýmsum efnum en saumar út í þá með ull, hörþræði og ýmsu öðru garni. Hnyklarnir eru af ýmsum stærðum og munstrin sækir Auður í íslenskt handverk og náttúru. Sýningin eru opin gallerí Klaustri alla daga til 7. september.

Hafðu samband

  • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Komdu í heimsókn

Fylgdu okkur