Á döfinni í skammdeginu

Dagar myrkurs eru framundan í skammdeginu á Austurlandi og aðventan á næsta leiti. Enn er laust fyrir hópa og fjölskyldur í hinum víðfrægu jólahlaðborðum Klausturkaffis (sjá matseðil hér). Næstkomandi laugardag er Vetrarbrautarmót í lomber frá kl. 13-23 og er gestum velkomið að koma og fylgjast með en skráningar eru á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Aðra helgina í Dögum myrkurs verða sýnd 3 skosks myndbandsverk og Frances Davis frá menningarmiðstöðinni Timespan í Helmsdale í Skotlandi mun segja okkur frá þeim og miðstöðinni laugard. 16. nóv. kl. 14. Opið í súkkulaðikökur með meiru hjá Klausturkaffi bæði laugard. og sunnud. kl. 14-17. Síðan er rétt að minna á rithöfundalestina sem rennir í hlað 30. nóv. og Grýlugleðin verður á sínum stað 1. des.

Aðventa í Moskvu

Aðventa Gunnars er komin út á rússnesku í þýðingu Tatjönu Shenyavskayu, íslenskukennara við Mosvkuháskóla. Útgáfan var kynnt í Moskvu í gær um leið og ljósmyndasýning Sigurjóns Péturssonar, Aðventa á Fjöllum, var opnuð í gallerí FotoLoft í Winzavod listamiðstöðinni að viðstöddu fjölmenni. Aðventa er fyrsta bókin sem kemur út eftir Gunnar á rússnesku en rússneska er ellefta tungumálið sem sagan kemur út á. Milljónir manna víða um heim hafa lesið Aðventu frá því hún kom fyrst út 1936. Rússneska forlagið Text gefur bókina út og hana prýða teikningar Gunnars yngri. Sjá meira um útgáfuna og sýninga á Facebook síðu Skriðuklausturs.

Réttarhelgi framundan

RÉTTINNI ER FRESTAÐ TIL SUNNUD. 22. SEPT KL. 13. LOKAÐ LAUGARDAG Á KLAUSTRI EN OPIÐ EFTIR RÉTTIR Á SUNNUDAG.

Haustið er komið með látum. Snjór í fjöllum og fé að fenna. Nú er lokað á virkum dögum í Gunnarshúsi en enn opið í Snæfellsstofu út mánuðinn. Í Gunnarshúsi verður opið kl. 12-17 nk. sunnudag og síðan einnig laugardag og sunnudag 28. og 29. sept. Þessar helgar verður hádegis- og kaffihlaðborð hjá Klausturkaffi en laugardaginn 21. sept. þegar lokað verður er svöngum ferðalöngum í Fljótsdal bent á að koma við í Pilsvangi við Melarétt. Það er nefnilega réttardagur og verður byrjað að rétta um kl. 13 ef veður leyfir.

Ný sýning og haustopnun

Haustið er gengið í garð á Skriðuklaustri og laufvindar blása um aspargöngin. Frá og með 1. september er opið kl. 12-17 alla daga fram til 15. sept. Eftir það verður opið á sama tíma um helgar út mánuðinn. Klausturkaffi mun áfram bjóða upp á hádegishlaðborð alla daga en jafnframt kökuhlaðborð um helgar. Sýningar um klaustrið og Gunnar eru áfram uppi en í gallerí Klaustri hefur verið opnuð sýning á dansvideóverki eftir Colette Krogol og Matthew Reese. Þau dvöldu í Klaustrinu haustið 2012 og unnu þá þetta verk sem þau kalla ELta BLöð. Sýning þeirra stendur út mánuðinn.

Fljótsdalsdagurinn á sunnudag

Fljótsdalsdagur Ormsteitis er nk. sunnudag. Þá verður fjör á Klaustri að venju. Dagskráin hér hefst kl. 13 með barnastund í Snæfellsstofu (sem verður á heila tímanum fram eftir degi) og síðan eru tónleikar með Láru Rúnars við Gunnarshús kl. 13.30. Í kjölfarið tökum við til við hefðbundna Þristarleika þar sem keppt er í steinatökum, fjárdrætti, pokahlaupi og rababaraspjótkasti. Lengsti rababarinn verður síðan mældur. Kl. 16.30 verður guðsþjónusta á rústum klausturkirkjunnar. Að sjálfsögðu býður Klausturkaffi upp á hádegis- og kaffihlaðborð og greiða þarf fyrir veitingar en annað er frítt þennan daginn.

Hafðu samband

  • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Komdu í heimsókn

Fylgdu okkur