Krossar, þakkir og píslarganga

Glæsilegar sýningar voru opnaðar með ljóðalestri Sigurðar Ingólfssonar sl. sunnudag 17. mars. Hægt er að sjá myndir frá opnuninni á http://www.facebook.com/Skriduklaustur. Í stássstofu sýnir Jón Geir Ágústsson útskorna krossa af ýmsum stærðum úr viði og steini. Í gallerí Klaustri sýnir Sigurður Ingólfsson teikningar og ljóð úr bókinni "Ég þakka".

Sýningarnar verða opnar kl. 12-17 þessa daga: sunnud. 24. mars, föstud. langa, laugard. 30. mars og annan í páskum. Opið hjá Klausturkaffi í hádegis- og kaffihlaðborð á sama tíma. Minnum einnig á árlega píslargöngu frá Valþjófsstað í Skriðuklaustur á föstudaginn langa kl. 11. Athugið að lokað er á skírdag og páskadag. En síðan verður opið a.m.k. á sunnudögum í apríl.

Krossar og þakkir 17. mars

Sunnudaginn 17. mars verða tvær sýningar opnaðar í Gunnarshúsi. Um er að ræða páska- og vorsýningar Gunnarsstofnunar.
Í stássstofu verður opnuð sýning á útskornum krossum úr viði og steini eftir Akureyringinn Jón Geir Ágústsson. Sú sýning ber heitið "Krossferli að fylgja þínum". Hún var fyrst sett upp á Hólum í Hjaltadal enda mikið af efnivið listamannsins sótt í Hólabyrðu og timburafganga úr Auðunarstofu. Jón Geir hefur allt frá 1982 unnið með krossformið og efniviðurinn er ólíkar viðartegundir, trjábörkur, hvaltönn, messing og sandsteinn.

Í gallerí Klaustri sýnir Sigurður Ingólfsson ljóðskáld eigin teikningar sem m.a. skreyta nýjustu ljóðabók hans. Útgáfu bókarinnar verður fagnað við sýningaropnun en bók og sýning bera sama titil: "Ég þakka".

Sýningarnar verða opnaðar kl. 14 og eru allir velkomnir. Opið verður á Skriðuklaustri kl. 12-17 sunnudagana 17. og 24. mars og hádegis- og kaffihlaðborð hjá Klausturkaffi. Einnig verður opið um páskana sem segir hér á viðburðadagatali síðunnar.

Sýningar um páskana

Ekki verður opið á Skriðuklaustri á Konudaginn í ár en páskasýningar verða opnaðar sunnudaginn 17. mars kl. 14. Í stásssstofu verður krossasýning Jóns Geirs Ágústssonar, Krossferli að fylgja þínum, sem vakið hefur verðskuldaða athygli frá því hún var fyrst sett upp í Auðunarstofu á Hólum. Í gallerí Klaustri sýnir Sigurður Ingólfsson teikningar sínar og ljóð úr nýrri ljóðabók sem kemur út þann 17. mars. Opnunartími Gunnarshúss og Klausturkaffis um páskana verður sem hér segir: pálmasunnudag 24. mars kl. 12-17, föstudaginn langa kl. 12-17 í kjölfar píslargöngu frá Valþjófsstað, laugardag 30. mars kl. 12-17 og annan í páskum kl. 12-17. Lokað á skírdag og páskadag.

Umfjöllun Kiljunnar um minjasvæðið

Egill Helgason gerði rannsókninni á klaustrinu á Skriðu góð skil í Kiljunni miðvikudaginn 16. janúar. Hann tók ítarlegt viðtal við Steinunni Kristjánsdóttur fornleifafræðing sem stýrði rannsókninni og skrifaði bókina Sagan af klaustrinu á Skriðu sem kom út hjá Sögufélagi í ágúst 2012. Með viðtalinu fylgja fallegar myndir af minjasvæðinu sem nú er opið almenningi og myndskot frá fyrri árum rannsóknarinnar ásamt ýmsu fleiru forvitnilegu.

Jólakveðja frá Skriðuklaustri

Aðventan er að renna sitt skeið og jólahátíð á næsta leiti. Farsælt ár á Skriðuklaustri á enda runnið. Gunnarsstofnun og Klausturkaffi óska öllum gestum staðarins og velunnurum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Samstarfsaðilum færum við bestu þakkir fyrir ánægjuleg samskipti á árinu.

Hafðu samband

  • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Komdu í heimsókn

Fylgdu okkur