Krossar, þakkir og píslarganga

Glæsilegar sýningar voru opnaðar með ljóðalestri Sigurðar Ingólfssonar sl. sunnudag 17. mars. Hægt er að sjá myndir frá opnuninni á http://www.facebook.com/Skriduklaustur. Í stássstofu sýnir Jón Geir Ágústsson útskorna krossa af ýmsum stærðum úr viði og steini. Í gallerí Klaustri sýnir Sigurður Ingólfsson teikningar og ljóð úr bókinni "Ég þakka".

Sýningarnar verða opnar kl. 12-17 þessa daga: sunnud. 24. mars, föstud. langa, laugard. 30. mars og annan í páskum. Opið hjá Klausturkaffi í hádegis- og kaffihlaðborð á sama tíma. Minnum einnig á árlega píslargöngu frá Valþjófsstað í Skriðuklaustur á föstudaginn langa kl. 11. Athugið að lokað er á skírdag og páskadag. En síðan verður opið a.m.k. á sunnudögum í apríl.

  • Created on .

Hafðu samband

  • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Komdu í heimsókn

Fylgdu okkur