Soffía Sæm sýnir Dalverpi
Föstudaginn 15. júní verður opnuð sýning Soffíu Sæmundsdóttur í gallerí Klaustri. Sýningin ber titilinn Dalverpi, minningar og fundnir hlutir og á henni eru málverk og teikningar. Soffía dvaldi í Klaustrinu vorið 1999 og þá varð til sýningin Dalbúar sem fór víða um lönd. Hún hefur unnið af krafti að myndlistinni síðan þá og sýnt á einkasýningum og samsýningum hérlendis og erlendis. Sýningin verður opnuð kl. 16 á föstudaginn og stendur í þrjár vikur.
- Created on .