Undir Klausturhæð
Laugardaginn 26. maí verður opnuð sýning um miðaldaklaustrið að Skriðu. Á sýningunni er fjallað um sögu klaustursins og rannsókn síðustu tíu ára á minjum þess. Meðal muna á sýningunni eru gripir frá Þjóðminjasafninu sem tengjast klaustrinu, s.s. Maríulíkneski, kaleikur og patína og nisti. Þá verður frumsýnt tölvugert þrívíddarlíkan af kirkju og klausturhúsum eins og þau gætu hafa litið út fyrir 500 árum. Allir velkomnir á opnun kl. 14.
- Created on .