Gestadvöl í Slóvakíu fyrir rithöfunda og þýðendur
Gunnarsstofnun á Skriðuklaustri í samstarfið við Rithöfundasamband Íslands, Tou Scene menningarmiðstöðin í Stafangri í Noregi og Literary Residencies Kosice í Slóvakíu bjóða rithöfundum og þýðendum frá Íslandi og Noregi að sækja um dvöl í gestaíbúð í Kosice í Slóvakíu á tímabilinu júlí 2022 til október 2023. Áhugasamir eru beðnir um að fylla út rafrænt umsóknareyðublað (á ensku) og senda inn umsókn fyrir 15. júní 2022.
Epic Residencies verkefnið er opið fyrir alla höfunda, sama með hvaða bókmenntaform þeir vinna (prósa, ljóð, ritgerðir, tilraunaskrif, handritsgerð o.s.frv.), sem og þýðendur. Verkefnið heldur í heiðri gildum fjölmenningarlegra samskipta, kynjajafnréttis og mikilvægi þess að reynsla minnihlutahópa og margbreytileiki skili sér inn í bókmenntir.
Í boði eru fjögur pláss fyrir höfunda frá Íslandi og fjögur pláss fyrir höfunda frá Noregi. Verkefnið Epic Residencies býður höfundum frá Íslandi, Noregi og Slóvakíu tækifæri til að stunda ritstörf, óháð, kyni, uppruna eða tungumáli. Literary residencies Kosice verkefnið hefur umsjón með móttöku höfundanna.
Þeir sem hljóta dvöl í Kosice munu fá:
- Einstaklingsíbúð með sérbaði og eldhúsi í gamla bænum í Kosice.
- Dvalarstyrk upp á 1.500 evrur.
- Ferðastyrk til að dekka kostnað við ferðir til og frá Slóvakíu.
- Frían aðgang að kvikmyndahúsinu Kino Úsmev og rithöfundasafni Sándor Márai.
- Stuðning og aðstoð meðan á dvölinni stendur frá Literary Residencies Kosice.
- (Ferða- og sjúkratryggingar eru ekki innifaldar í dvalarstyrk og á ábyrgð þeirra sem koma.)
Hæfniviðmið
Dvölin í Kosice er opin fyrir höfunda sem:
- Búa, starfa, fæddust í eða hafa aðrar tengingar við Ísland og Noreg burtséð frá aldri, kyni og kynþætti.
- Skapa eða þýða bókmenntaverk.
- Geta tjáð sig á ensku í töluðu og skrifuðu máli, sem er æskilegt vegna samskipta.
Literary Residencies Kosice er nýtt gestaíbúðarverkefni í Slóvakíu. Það er til húsa í menningarsögulegri byggingu frá 18. öld í gamla miðbænum í Kosice. Í sömu byggingu er rithöfundasafn helgað ungverska höfundinum Sándor Márai og bróður hans kvikmyndaleikstjóranum Géza Radványi, en húsið var í eigu fjölskyldu þeirra. Gestaíbúðaverkefninu var komið á fót af Félagi minnihlutahópa, sem hefur aðsetur í byggingunni, og hópi ungra höfunda og menningarfrömuða sem stýra bókmenntaviðburðum í nærliggjandi kvikmyndahúsi, Kino Úsmev. Verkefnið er í samstarfi við Miðstöð bókmennta í Slóvakíu (LIC) sem og smærri menningarverkefni og hópa vítt og breitt um landið. Unnið er bæði með þekktum höfundum og upprennandi skáldum.
Verkefnið Epic Residencies er afrakstur samstarfs þriggja aðila sem reka gestaíbúðir: Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri, Tou Scene menningarmiðstöðvarinnar í Stafangri og hins nýstofnaða Literary residencies Kosice í Slóvakíu. Markmið verkefnisins er að tengja saman bókmenntir Íslands, Noregs og Slóvakíu með samskiptum og dvöl fyrir höfunda og þýðendur í löndunum þremur. Á árunum 2022 til 2023 munu samtals átta einstaklingar frá Íslandi og Noregi (fjórir frá hvoru landi) dvelja í Kosice í Slóvakíu. Og á sama tíma munu átta höfunda eða þýðendur frá Slóvakíu dvelja á Íslandi og í Noregi (fjórir í hvoru landi). Samstarfsverkefnið er fjármagnað með stuðningi frá Uppbyggingarsjóði EES.
Umsóknareyðublaðið
Frestur til að skila inn umsóknum er til 15. júní 2022. Umsóknareyðublaðið er á netinu (á ensku) og nauðsynlegt að senda með því eftirfarandi viðhengi:
- Stutta ferilskrá (CV) með yfirliti um útgáfur og annað efni
- Lýsingu (á ensku) á að hverju viðkomandi hyggst vinna meðan á dvölinni stendur (½ - 2 A4 síður)
- Sýnishorn af verki sem ætlunin er að þróa áfram eða skyldu verki (að hámarki 10 síðu á upprunalegu máli) helst á ensku (á formi docx, pdf eða með nethlekk). Ef um er að ræða þýðingu þá samsvarandi sýnishorn af þýddum verkum.
Vinsamlega fylltu út umsóknareyðublaðið hér.
Afgreiðsla umsókna
Umsóknin verður tekin til umfjöllunar af hópi sérfræðinga frá samstarfsaðilunum í löndunum þremur. Umsækjendur munu fá svör send í tölvupósti fyrir 15. júlí 2022.
Stuðningur Uppbyggingarsjóðs EES
Epic Residencies verkefnið nýtur 150.000 evra styrks frá Íslandi, Lichtenstein og Noregi gegnum Uppbyggingarsjóð EES. Verkefnið nýtur einnig 22.000 evra mótframlags frá ríkissjóði Slóvakíu. Markmið verkefnisins er að auka hæfni þeirra stofnana sem að því standa, fjölmenningarleg samskipti, jafningjafræðsla og þekkingaryfirfærsla. Frekari upplýsingar um verkefni sem njóta stuðning Uppbyggingarsjóðs EES í Slóvakíu er að finna á www.eeagrants.sk. Öll verkefni njóta 15% mótframlags slóvakíska ríkisins.
Styrkir Uppbyggingarsjóðs EES endurspegla framlög Íslands, Lichtenstein og Noregs til grænni, samkeppnishæfari og samstarfseflandi Evrópu. Tvö yfirliggjandi markmið eru: að stuðla að félagslegum og fjárhagslegum jöfnuði innan Evrópu og að styrkja tvíhliða samstarf milli stuðningsríkjanna og fimmtán landa við Eystrasaltið og í Mið- og Suður-Evrópu. Stuðningsríkin þrjú vinna náið með Evrópusambandinu gegnum samninginn um Evrópska efnahagssvæðið (EES). #SPOLOCNEzaDOBREnapady #EEAgrants #EPICRESIDENCIES