Konur í mynd
Kristín Rut Eyjólfsdóttir opnaði sýninguna Konur í mynd í gallerí Klaustri laugardaginn 31. júlí. Á sýningunni eru þrettán myndir sem hún hefur unnið síðustu misserin. Kristín er þekkt fyrir að fara sínar eigin leiðir í myndsköpun og hefur haldið nokkrar einkasýningar, m.a. á Skriðuklaustri 2013. Sýningin er sölusýning og hún er opin alla daga kl. 10-18 en lýkur 27. ágúst.