Heimsókn í Skriðuklaustur - keramiksýning
Sýningin Heimsókn í Skriðuklaustur var opnuð í gallerí Klaustri laugardaginn 10. júlí. Á henni sýnir Auður Inga Ingvarsdóttir keramikverk, bæði nytjahluti og skúlptúra. Auður Inga sækir innblástur í form í náttúrunni og eru fuglar henni hugstæðir eins og sjá má á skúlptúrum hennar. Hún hefur tileinkað sér gamlar brennsluaðferðir eins og raku og holubrennslu og eru flest verkin á sýningunni rakubrennd. Sýningin er sölusýning og stendur til 30. júlí. Hún er opin alla daga kl. 10-18 eins og safnið.