Skáldað í silfur

Sýning Önnu Guðlaugar Sigurðardóttur var opnuð í gallerí Klaustri 8. ágúst. Á sýningunni eru munir úr gulli og silfri en Anna Guðlaug er nýútskrifuð úr gull- og silfursmíði frá Tækniskólanum og með sveinspróf í gullsmíði. Hún er aðeins 22 ára gömul og ein af yngstu nemendum Tækniskólans til að ljúka námi í faginu. Anna Guðlaug hefur unnið síðustu ár í Gullkistunni með skólanum og kynnst þar íslensku þjóðbúningaskarti og fræðst mikið um íslenska þjóðbúninginn og víravirkið. Þar hefur hún smíðað og gert við þjóðbúningaskart og fengið áhuga á því. Í einum áfanga í skólanum voru smíðaðar myllur á þjóðbúning og í framhaldi af því datt henni í hug að gaman væri að koma sér upp eigin búning fyrir útskrift og smíða á hann skartið. Það varð svo að veruleika eftir áramótin, en þá fékk hún ömmu sína með sér á námskeið þar sem þær saumuðu hvor sinn 20. aldar upphlutinn og hún smíðaði svo borðana á upphlutinn sinn og stokkabelti við hann.

Sýningin átti að standa til 27. ágúst en var framlengd til 20. september.

Hafðu samband

  • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Komdu í heimsókn

Fylgdu okkur