Harpa Dís sýnir Úr jörðu

Úr jörðu er heiti nýrrar sýningar sem Harpa Dís Hákonardóttir, myndlistarmaður og rithöfundur, opnaði í gallerí Klaustri á Skriðuklaustri laugardaginn 13. júní. Sýningin er samtal efniviðar af svæðinu, leirs af bökkum Selfljóts og nytjatrjáa úr Fljótsdal. Leirinn flæðir yfir pappírinn sem bindur hann niður og tréð rammar inn. Sýningin er framhald á fyrri rannsóknum Hörpu Dísar á óbrenndum leir og þá sérstaklega úr íslenskri jörðu. Hún dvaldi í gestaíbúðinni á Skriðuklaustri í september á síðasta ári og kviknaði hugmyndin að sýningunni á meðan á dvölinni stóð.

Harpa Dís Hákonardóttir (f. 1993) er myndlistarmaður og rithöfundur, fædd og uppalin í Kópavogi. Hún útskrifaðist með bakkalárgráðu af myndlistarbraut Listaháskóla Íslands 2019 þar sem hún lagði áherslu á skúlptúrgerð og vinnu með efni eins og gifs, við, steypu og leir. 

Sýningin er styrkt af Skógarafurðum í Fljótsdal og er opin alla daga kl. 10-18 fram til 3. júlí.

Hafðu samband

  • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Komdu í heimsókn

Fylgdu okkur