Forsetahjónin ásamt Helga Hallgrímssyni

Forsetahjónin í heimsókn

Fimmtudaginn 13. september lauk opinberri heimsókn forseta Íslands, Guðna Jóhannessonar, og konu hans Elizu Reid á Hérað og Borgarfjörð eystri. Síðasti viðkomustaðurinn var Skriðuklaustur og þar tóku á móti forsetanum stjórn Gunnarsstofnunar og íbúar Fljótsdalshrepps en sveitarfélagið bauð til móttökunnar. Við það tækifæri var forsetanum færð að gjöf Fljótsdæla eftir Helga Hallgrímsson og var höfundur bókarinnar viðstaddur. Einnig gaf Gunnarsstofnun forsetafrúnni nisti sem er eftirlíking úr silfri af litlum lykli sem fannst við fornleifauppgröft á miðaldaklaustrinu. Gáfu forsetahjónin sér tíma til að skoða bæði minjasvæðið og hina nýju sýndarveruleikasýningu um miðaldaklaustrið auk þess sem þau fræddust um Gunnar og Gunnarshús. 

Hafðu samband

  • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Komdu í heimsókn

Fylgdu okkur