Mannlífsmyndir frá fjarlægum slóðum
Ný sýning hefur verið opnuð í gallerí Klaustri. Þráinn Lárusson sýnir svarthvítar myndir sem hann hefur tekið á ferðalögum sínum undanfarin ár á fjarlægum slóðum. Myndirnar eru í anda götuljósmyndunar, af fólki sem veit ekki að verið er að taka af því mynd og rétta augnablikið fangað með linsunni. Sýningin verður opin alla daga til 2. september.