Aron Kale opnar sýningu

Sunnudaginn 6. maí opnar Aron Kale sýningu í gallerí Klaustri. Sýningin er liður í hátíðinni List án landamæra en þetta árið er Aron útnefndur listamaður hátíðarinnar. Aron hefur stundað listsköpun frá 2011 og sýnt verk sín bæði á einkasýningum og samsýningum á Austurlandi og í Reykjavík. Sýningin verður opnuð kl. 14 á sunnudaginn og stendur til 31. mars. Í maí er opið alla daga á Skriðuklaustri kl. 11-17.

Hafðu samband

  • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Komdu í heimsókn

Fylgdu okkur