Afmælishelgi á Skriðuklaustri

Gunnarsstofnun fagnar 20 ára afmæli helgina 9.-10. desember 2017. Af því tilefni verður efnt til lítillar hátíðardagskrár á Skriðuklaustri laugardaginn 9. desember kl. 14 þar sem horft verður bæði til fortíðar og framtíðar í starfsemi stofnunarinnar. Meðal þeirra sem flytja ávörp, erindi eða koma fram eru:

  • Björn Bjarnason fyrrum ráðherra
  • Sigríður Sigmundsdóttir varaformaður Gst.
  • Gunnar Björn Gunnarsson formaður Gst.
  • Oddný Eir stjórnarmaður og rithöfundur
  • Steinunn Kristjánsdóttir fornleifafræðingur
  • Sóley Þrastardóttir flautuleikari
  • Veitingar að lokinni dagskrá.

Af sama tilefni verður Aðventa Gunnars lesin í heild sinni á tíu (jafnvel tólf) tungumálum í hinum mörgu vistarverum Gunnarshúss á Skriðuklaustri sunnudaginn 10. des. kl. 13-17. Við vonumst til að sem flestir sjái sér fært að fagna þessum áfanga með okkur.

  • Created on .

Hafðu samband

  • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Komdu í heimsókn

Fylgdu okkur