Aðventuhlaðborðin að hefjast
Þá er að renna upp fyrsta helgin sem Klausturkaffi býður upp á aðventuhlaðborð. Fyrsta kvöldið er laugardaginn 24. nóv. og eru enn nokkur borð laus. En síðan verða aðventuhlaðborð á föstudags- og laugardagskvöldum allt fram til 15. desember. Hafi menn ekki þegar tryggt sér borð er vissara að hafa samband við Elísabetu sem fyrst (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.). Að venju verður dekrað við gesti með heitum drykk þegar komið er í hús og síðan svigna borðin undan austfirskum krásum og alskyns góðgæti úr eldhúsinu hjá Elísabetu.
- Created on .