Ljósaskipti og langir skuggar
Í tilefni Daga myrkurs verður opið á Skriðuklaustri sun. 4. nóv. kl. 14-18. Bæði verður opið í Gunnarshúsi og Snæfellsstofu. Skúli Björn Gunnarsson flytur erindi um myrkur og skáldskap kl. 14 og síðan verður súkkulaðikökuhlaðborð hjá Klausturkaffi með djöflatertum og draugakökum. Kl. 16.30 hefst síðan spennandi og fjölskylduvænn ratleikur í Snæfellsstofu sem teygir sig inn í ljósaskiptin og milli húsa á Klaustri. Allir velkomnir.
- Created on .