Fyrirlestrar, málþing og vinnustofur
Miðvikudaginn 27. febrúar stóð Gunnarsstofnun í samvinnu við fleiri aðila fyrir málþingi á Hótel Héraði á Egilsstöðum undir yfirskriftinni Þar liggur hundurinn grafinn. Á því var fjallað um menningar- og söguferðaþjónustu og tækifæri í henni á Austurlandi. Málþingið var haldið í tengslum við heimsókn nemenda úr hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands til Austurlands.
Leiðin lá í Suðursveit föstudaginn 1. mars þar sem haldin var vinnustofa á vettvangi í CINE-verkefninu og lítið málþing á Þórbergssetri að Hala í kjölfar þess. Skoðaðar voru minjar um verstöðvar frá 16. öld sem finnast í Kambstúni vestan við Hestgerðiskamb. Þar átti Skriðuklaustur útræði á klausturtíma. Vinnustofan kallaðist Lesið í landið og reyndu þátttakendur að gera sér grein fyrir ógreinilegum rústum i Kambstúni og prófa smáforrit snjalltíma til að skrásetja þær. Á Þórbergssetri hélt Hjörleifur Guttormsson síðan áhugavert erindi um fornar ferðaleiðir yfir og umhverfis Vatnajökul auk þess sem CINE-verkefnið var kynnt.
Síðasti viðburður vikunnar var sunnudaginn 3. mars á Skriðuklaustri. Þar ræddi Skúli Björn Gunnarsson um menningarmiðlar og margmiðlun og kynnti CINE-verkefnið.