Gleðileg jól - Merry Christmas

Gunnarsstofnun og Klausturkaffi óska gestum og velunnurum Skriðuklausturs gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á komandi ári. Kærar þakkir fyrir allar heimsóknirnar á árinu sem er að líða. Við hlökkum til að sjá ykkur aftur með hækkandi sól. Gleðileg jól!

Gunnar Gunnarsson Institute and Klausturkaffi restaurant send their Christmas greetings to all visitors and friends of Skriðuklaustur. Thanks for all the visits in 2018 and we look forward to meet you again in 2019. Merry Christmas!

Vetrarlokun að taka við

Nú er haustið gengið í garð og þá dregur úr opnun á Skriðuklaustri. Næstu tvær vikur verður opið sem hér segir: Þriðjud. og miðvikud. 16.-17. og 23.-24. okt. verður opið kl. 11-15 og þá er hádegishlaðborð hjá Klausturkaffi. Síðan verður opið sunnud. 28. okt. kl. 12-17 með málþingi um skandinavisma og fullveldi (sjá Facebook) og kaffihlaðborði. En eftir það skellum við í lás fram yfir 20. nóvember þegar fastir viðburðir fara að skella á í skammdeginu.

The autumn is here and therefore we are closing at the cultural center and café. Next two weeks we will be open on Tuesdays and Wednesdays (16th-17th and 23rd-24th Oct.) from 11:00-15:00 and Klausturkaffi will offer lunch buffet. And on Sunday 28th Oct. we will be open 12:00-17:00 with cake buffet and a seminar in the afternoon. After that we are closed until late November when annual events of the dark December will take place as usual.

Melarétt og styttri opnun á réttardegi

Laugardaginn 22. september verður Melarétt í Fljótsdal. Að venju verður styttri opnunartími á Skriðuklaustri á réttardeginum. Klausturkaffi verður opið kl. 13-17 og býður upp á hádegishlaðborð og síðan kaffiveitingar seinnipartinn en safnið verður opið kl. 15-17. Við hvetjum fólk til að fjölmenna á Melarétt en byrjað verður að reka inn um kl. 11. 

Saturday 22nd September the café is open 13:00-17:00 and the museum is open 15:00-17:00 due to the sheep gathering of Melarett close by which starts at 11:00.

Lava Poetry í gallerí Klaustri

Föstudaginn 6. júlí verður opnuð ný sýning, Lava Poetry, í gallerí Klaustri. Sænski umhverfislistamaðurinn Karl Chilcott snýr þá aftur með ljósmyndir af þeim verkum sem hann vann á Austurlandi í fyrra þegar hann dvaldi í gestaíbúðinni á Skriðuklaustri. Sýningin verður opnuð kl. 16 en í kjölfarið verður haldið í Snæfellsstofu þar sem Karl kynnir tvær ljósmyndabækur, Flæði og Áhrif, með myndum af verkunum sem Christine dóttir hans tók. Mörg verkanna voru unnin innan Vatnajökulsþjóðgarðs en einnig í nágrenni Skriðuklausturs. Viðburðinum á föstudaginn lýkur með göngu undir leiðsögn listamannsins að þremur verkum sem hann gerði við Bessastaðaárgil. Sýningin í gallerí Klaustri stendur til loka júlí.

Heiðdís Halla sýnir í gallerí Klaustri

Opnuð hefur verið sýningin Hér / Here í gallerí Klaustri. Á henni sýnir Heiðdís Halla Bjarnadóttir þrjú tölvugrafíkverk af landslagi á Héraði. Sýningin stendur til 2. júlí og er opin alla daga kl. 10-18 sem er sumaropnunartíminn á Skriðuklaustri.

Hafðu samband

  • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Komdu í heimsókn

Fylgdu okkur