Sons of the Soil - Film Concerts in (May) March 2021

It is with pride that Gunnar Gunnarsson Institute presents a collaborative project with the Icelandic Film Archive and SinfoniaNord with two unique film concerts in Akureyri and Reykjavik, the 3rd and 10th of May. ATTENTION! DUE TO COVID-19 THE FILM CONCERTS HAVE BEEN POSTPONED TO 14TH AND 15TH MARCH 2021.

The film Sons of the Soil marks the beginning of film-making in Iceland. It was produced by Nordisk Films Kompagni by Gunnar Gunnarsson’s novel Guest the One-Eyed which brought him fame in Denmark. It was largely shot in Iceland in autumn 1919 and premiered a year later, one of the great films of Nordic film history during the silent movie era.

The director was Gunnar Sommerfeldt, who also played one of the leading roles. The leading actors were mostly Danish, apart from Guðmundur Thorsteinsson, better known as artist Muggur, who played the main character Ormarr Örlygsson and was widely praised for his performance.

Sons of the Soil drew a lot of attention and was shown in fifteen countries upon its release. In Iceland, it premiered early in 1921 and has been dear to the Icelandic people since. Long after the arrival of talking pictures, it was regularly shown in Nýja Bíó, to a full house, until the public broadcasting company took over around 1970. 

To celebrate the film’s 100th anniversary, the Icelandic Film Archive, together with Dansk Film Institut, has reconstructed it in digital form and high definition. Composer Þórður Magnússon has composed a film score, as it is high time the film got its own original score on its centennial. Þórður has worked as a composer for over 25 years and received various awards and recognitions. The score is written for an orchestra of 40, and performed live by SinfoniaNord.

SinfoniaNord has in recent years specialized in performing film scores, both live and recorded. This is one of its biggest projects so far, as it is a three hour long silent movie. The orchestra is conducted by the safe hands of famous Finnish conductor Petri Sakari. He needs no introduction to Icelandic music lovers as he was the chief conductor of the Iceland Symphony Orchestra for years and has conducted many great musical projects around the world. 

Tickets can be bought at www.tix.is

Jólakveðjur úr Fljótsdal

Gunnarsstofnun og Klausturkaffi óska gestum og velunnurum Skriðuklausturs gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á komandi ári. Kærar þakkir fyrir allar heimsóknirnar á árinu sem er að líða. 
We send our best greetings to those who visited us this year and look forward to see you all in 2020. Merry Christmas and Happy New Year.

Grýlugleði og Aðventulestur

Aðventan hefst nk. sunnudag með tilheyrandi viðburðum á Skriðuklaustri. Þá verður Grýlugleði kl. 14 þar sem sagt verður frá og sungið um Grýlu og hyski hennar. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Klausturkaffi býður upp á létt jólahlaðborð á undan kl. 12 og svo jólakökuhlaðborð síðdegis. 

Viku síðar, sunnudaginn 8. des. verður Aðventa Gunnars lesin í stássstofunni. Að þessu sinni mun Benedikt Karl Gröndal leikari lesa söguna um nafna sinn og hefst lesturinn kl. 13.30. Á sama tíma lesa Gunnar Björn Gunnarsson, afkomandi skáldsins söguna hjá Rithöfundasambandi Íslands að Dyngjuvegi 8 í Reykjavík. Þess má einnig geta að Ferðafélag Akureyrar stendur fyrir upplestri á Aðventu í húsnæði sínu að Strandgötu 23 á Akureyri nk. sunnudag 1. des. kl. 14.

Saga Gunnars Gunnarssonar um eftirleitir Benedikts og fylgdarliðs hans á öræfum uppi hefur fylgt þjóðinni í 80 ár. Aðventa er bók sem kemur inn á metsölulistana ár hvert í desember og er gefin út á nýjum tungumálum enn þann dag í dag. Nú nýverið kom bókin út í Frakklandi hjá Zulma forlaginu sem gefur m.a. út Auði Övu, Andra Snæ og Einar Má. Þessi bók Gunnars er því til í dag á um 20 tungumálum og selst enn vel en hún kom fyrst út árið 1936. Þeir sem hafa áhuga á að kaupa bókina á erlendum málum geta haft samband við okkur á Skriðuklaustri. 

Menningarverðlaun SSA 2019

Gunnarsstofnun hlotnaðist sá heiður að hljóta Menningarverðlaun Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) fyrir árið 2019. Verðlaunin voru afhent á aðalfundi SSA þann 12. okt. sl. og veitti Skúli Björn Gunnarsson forstöðumaður þeim viðtöku úr hendi Einars Más Sigurðssonar formanns SSA. (ljósm. Andrés Skúlason).

Sumarsýningar í gallerí Klaustri

Fjölbreyttar sýningar eru í gallerí Klaustri þetta sumarið. Í júní sýndi hollenska leirlistakonan Marie-Anne Jongmans fjölbreytt verk sem hún sótti innblástur til þegar hún dvaldi í gestaíbúðinni í árslok 2017. Þar á meðal mátti sjá skúlptúra sem líkja eftir íslenskum hraunfléttum. Í júlí tók við sýning á ljósmyndum eftir annan listamann sem dvaldi í gestaíbúðinni árið 2014 þegar gosið í Holuhrauni stóð sem hæst. Tasha Doremus er fædd í Bretlandi en ólst m.a. upp í Japan. Hún býr nú og starfar í Fíladelfíu í Bandaríkjunum. Verk hennar voru ljósmyndir af ljósmyndum teknum á sama stað og í sumum kom eldur hraunsins fram. 

Seinni hluta ágústmánaðar sýnir Örn Þorsteinsson myndhöggvari og málari litla skúlptúra sem hann kallar Ferðamyndir. Verkin eru unnin á ferðalögum í grænlenskan kljástein eða plastefni og síðan steypt í brons. 

Í september verða síðan landslagsmálverk eftir Tryggva Þórhallsson á veggjum gallerísins. 

Hafðu samband

  • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Komdu í heimsókn

Fylgdu okkur