Jólakveðja frá Skriðuklaustri 2014

Þá er jólahátíð á næsta leiti og nýtt ár handan við hornið. Gunnarsstofnun og Klausturkaffi færa gestum og velunnurum Skriðuklausturs bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári. Við hlökkum til að taka á móti ykkur árið 2015.

Aðventa lesin á Skriðuklaustri

ÞESSUM VIÐBURÐI ER AFLÝST VEGNA SLÆMRAR VEÐURSPÁR. MINNUM Á UPPLESTUR AÐVENTU Í REYKJAVÍK Á DYNGJUVEGI 8 HJÁ RITHÖFUNDASAMBANDINU ÞANN 14. DES. KL. 13.30. ÞAR LES GUÐRÚN ÁSMUNDSDÓTTIR LEIKKONA.

Að venju er síðasti viðburður ársins á Skriðuklaustri lestur á Aðventu Gunnars í skrifstofu skáldsins á þriðja sunnudegi í aðventu. Vésteinn Ólason professor emeritus mun að þessu sinni fylgja gestum um öræfin með Benedikt, Eitli og Leó og hefst lesturinn kl. 14.00. Heitt á könnunni og notaleg kyrrðarstund í jólaundirbúningnum. Veðurspáin fyrir sunnudag er í anda bókarinnar en við vonum það besta.

Rithöfundar og Grýlugleði

Framundan eru fastir viðburðir á Skriðuklaustri. Laugardaginn 29. nóv. mun rithöfundalestin renna í hlað  kl. 14. Gyrðir, Þórarinn Eldjárn, Soffía Bjarna, Kristín Eiríks og Gísli Páls lesa úr nýjum verkum og með í för verða austfirsk skáld og þýðendur, Stefán Bogi, Hrafnkell Lár, Sigga Lára, Kristian Guttesen. Aðgangseyrir kr. 1000 og 500 kr. fyrir börn (16 ára og yngri) og eldri borgara. Kaffi og kökur innifalið. Höfundarnir munu einnig lesa á Vopnafirði, Seyðisfirði og Norðfirði og nýtur rithöfundalestin stuðnings Forlagsins, Dimmu, Síldarvinnslunnar, Alcoa Fjarðaáls, Flugfélags Íslands og Bílaleigu Akureyrar. Sunnudaginn 30. nóv. er síðan komið að árvissri Grýlugleði. Hún hefst kl. 14 en að þessu sinni ætlar Klausturkaffi ekki bara að bjóða upp á jólakökuhlaðborð heldur verður einnig fjölskyldujólahlaðborð í boði frá kl. 12-14. Pantanir í það eru hjá Elísabetu í síma 471-2992 eða á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Að venju er frítt inn á Grýlugleðina. Verið velkomin í Skriðuklaustur!

Jólahlaðborðin hjá Klausturkaffi

Snjórinn er kominn og veturinn farinn að minna á sig. Klausturkaffi minnir á hin einstöku jólahlaðborð á Skriðuklaustri sem að þessu sinni verða helgarnar 28.-29. nóv. og 5.-6. des. Henta sérstaklega vel fyrir litla hópa og fjölskyldur og Fljótsdalsgrund býður tilboð á gistingu með morgunmat (8.100 kr.) fyrir gesti Klausturkaffis. Pantið tímanlega í síma 471-2992 eða á netfang  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Hægt er að sækja matseðilinn hér.

Opnunartími í október

Helgin 27.-28. september er síðasta helgin sem verður opið á næstunni á Skriðuklaustri og síðasti sjéns til að komast í hlaðborðin hjá Klausturkaffi. Opið er kl. 12-17 báða daga. Minnum á sýningu Lóu Bjarkar Bragadóttur, Undralandið, í gallerí Klaustri. Í október verður opið á þriðjudögum og miðvikudögum kl. 10-16 í tengslum við ferðir Norrænu. En að sjálfsögðu geta síðan hópar alltaf haft samband og fengið leiðsögn eða veitingar.

Hafðu samband

  • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Komdu í heimsókn

Fylgdu okkur