Lava Poetry í gallerí Klaustri
Föstudaginn 6. júlí verður opnuð ný sýning, Lava Poetry, í gallerí Klaustri. Sænski umhverfislistamaðurinn Karl Chilcott snýr þá aftur með ljósmyndir af þeim verkum sem hann vann á Austurlandi í fyrra þegar hann dvaldi í gestaíbúðinni á Skriðuklaustri. Sýningin verður opnuð kl. 16 en í kjölfarið verður haldið í Snæfellsstofu þar sem Karl kynnir tvær ljósmyndabækur, Flæði og Áhrif, með myndum af verkunum sem Christine dóttir hans tók. Mörg verkanna voru unnin innan Vatnajökulsþjóðgarðs en einnig í nágrenni Skriðuklausturs. Viðburðinum á föstudaginn lýkur með göngu undir leiðsögn listamannsins að þremur verkum sem hann gerði við Bessastaðaárgil. Sýningin í gallerí Klaustri stendur til loka júlí.