Skip to main content

Vallholt

Vallholt er nýbýli, sem stofnað var til 1946-1948 á ytri hluta Hrafnkelsstaða jarðar, af Eiríki M. Kjerúlf frá Hrafnkelsstöðum og Droplaugu J. Kjerúlf frá Arnheiðarstöðum. Bærinn var byggður á hól yst á Vörðuholti, skammt fyrir innan beitarhúsin Hrólfsgerði, þar sem forðum var bærinn Hrólfsstaðir sem getið er í Hrafnkelssögu Freysgoða. Bæjarnafnið Vallholt var sótt í Fljótsdælasögu, sem segir að Arnheiðarstaðir hafi heitið svo, áður en Arnheiður settist þar að á 10. öld og bærinn var nefndur eftir henni. Hefðbundnum búskap í Vallholti var hætt eftir riðuniðurskurð 1990 og lát Eiríks 1991. Þar er nú skógrækt.


Minjastaðir


Margmiðlun

Í búsetuminjaverkefninu voru teknar 360° ljósmyndir með dróna vítt og breitt um dalinn. Örnefnin voru færð inn á þær um leið og staðsetning var staðfest eða leiðrétt í örnefnasjá Landmælinga.