Skip to main content

STRATUS – Pushing the Limits of VR in Cultural and Natural Heritage

STRATUS-verkefnið var stutt af Norðurslóðaáætlun ESB (NPA) líkt og CINE-verkefnið sem stofnunin tók þátt í frá 2017-2020. Samstarfsaðilar voru Mayo County Council á Írlandi sem leiddi verkefnið, Ulster University á Norður-Írlandi og University of St. Andrews  í Skotlandi. Markmiðið var að leita nýrra stafrænna leiða við að upplýsa ferðamenn um áhugaverða staði sem búa yfir sögu og einstakri náttúru.

Downpatrick Head í Ballymore í Mayo á Írlandi var aðalviðfangið í verkefninu. Innan STRATUS var einnig unnið með leiðina frá Fljótsdal til Suðursveitar sem notuð var á klausturtíma. Netgáttin kuula.co fyrir 360 gráðu sýndarferðalög var nýtt til að sýna leiðina með drónamyndum. Einnig voru endurgerðir í Unreal sýndarveruleika valdir staði sem eru á leiðinni. Verkefnið hélst í hendur við vinnu við myndræna framsetningu á eignum og jörðum klaustursins á 16. öld ásamt ferðaleiðum sem stutt hefur verið af Uppbyggingarsjóði Austurlands og Nýsköpunarsjóði námsmanna.

STRATUS átti að hefjast 2020 en því seinkaði vegna heimsfaraldurs og fóru fundir og viðburðir að mestu fram á netinu. Forstöðumaður fór til Mayo County á Írlandi í lok mars 2022 og tók þátt í fundum og viðburði ásamt því að skoða Downpatrick Head. Verkefninu lauk formlega 30. júní 2022.

Fundur og vinnustofa var í verkefninu á Austurlandi 17.-18. júní þegar erlendir samstarfsaðilar komu í heimsókn eftir stefnumót í Veröld sem var hluti af PHIVE-verkefninu.