Skip to main content

HIVE – Heritage in virtual environments

HIVE var svokallað brúarverkefni styrkt af NPA. Það var samþykkt í árslok 2021 og hófst 1. janúar 2022. Gunnarsstofnun leiddi verkefnið og bar ábyrgð á lokaskýrslu og fjárreiðum en aðrir aðilar voru: Mayo County Council, University of St. Andrews og Ulster University. Verkefnið snerist um að kortleggja stöðuna varðandi stafræna miðlun og varðveislu menningararfs á Norðurslóðum og út frá því sníða umsókn fyrir nýja áætlun NPA, meðal annars með stuðningi af því samstarfsneti sem stofnað var til gegnum PHIVE.

Gunnarsstofnun réði Catherine Cassidy, doktorsnema við háskólann í St. Andrews, í hlutastarf vegna HIVE. Haldnir voru fundir í verkefninu á netinu en einnig í Mayo, Kaupmannahöfn og Fljótsdal. Verkefninu lauk 30. júní 2022. Þá hafði tekist að koma saman nýjum hópi samstarfsaðila og fundað var áfram í haustinu og umsókn skilað inn til NPA í öðru kalli nýrrar áætlunar í byrjun desember. Umsóknin hlaut brautargengi og DACCHE er skammstöfum hins nýja 3ja ára NPA-verkefnis sem hófst 1. júlí 2023. Jamtli safnastofnunin í Jamtland í Svíþjóð tók að sér að leiða það verkefni en Gunnarsstofnun og Miðstöð stafrænna lausna hugvísinda og lista bera ábyrgð á einum af þremur vinnupökkum sem íslenskir þátttakendur.