CADI SHAC - Capitalising on digital innovations for heritage and capacity
CADI-SHAC var klasaverkefni hjá NPA 2021-2022. Gunnarsstofnun kom inn í það í gegnum CINE ásamt Ulster University. Önnur verkefni sem sameinuðust í CADI-SHAC voru Digi2Market sem aðilar á Norðurlandi vestra tóku þátt í og var Gunnarsstofnun í samband við SSNV og 1238 á Sauðárkróki. Þau verkfæri sem Digi2Market hefur þróað fara saman með því sem Upphéraðsklasinn hefur unnið. Það tengist líka 360 gráðu sýndarferðalagi sem gert var fyrir Múlaþing og Fljótsdalshrepp, m.a. í samvinnu við Gunnarsstofnun. Annað verkefni sem kom inn í CADI-SHAC kallast Storytagging og fól m.a. í sér að nýta þjóðsögur og frásagnir við vöruhönnun og byggja markaðssetningu á sagnamennsku. Gunnarsstofnun beindi sjónum að 360 gráðu sagnamennsku og leikjavæðingu í CADI-SHAC verkefninu. Unnir voru leikir fyrir ferðamenn sem nýta leikjagrunn Locatify og Turfhunt appið. Frekari miðlun gegnum kuula-gáttina á efni varðandi klausturjarðir var einnig þróuð frekar.
CADI-SHAC var leitt af Robert Gordon University í Aberdeen (og Orkneyjum) en aðrir aðilar ásamt Gunnarsstofnun voru Ulster University og Údarás na Gaeltachta á Írlandi. Verkefnið hófst síðsumars 2021. Forstöðumaður Gunnarsstofnunar fór til Orkneyja og tók þátt í fundi og vinnustofu í maí 2022. Átta erlendir fulltrúar samstarfsaðila komu síðan og tóku þátt í vinnustofum og fundi á Austurlandi 13.-15. júní og hluti þeirra var með í PHIVE-ráðstefnunni í Reykjavík þann 16. júní. Verkefninu lauk 30. júní 2022.