Skip to main content

PHIVE - Promoting heritage in virtual environments

PHIVE var klasaverkefni hjá NPA 2021-2022. Verkefnið var leitt af Gunnarsstofnun. Það snerist um að koma á framfæri því sem hefur verið unnið í fimm Norðurslóðaverkefnum, þ.á m. CINE og STRATUS, sem snúast um nýtingu nýjustu tækni til miðlunar á menningararfinum. Einnig var markmiðið að koma á fót samstarfsneti á Norðurslóðum meðal þeirra sem vinna með stafrænan menningararf.

Málstofur og ráðstefna

Haldnar voru margar málstofur á netinu sem sóttar voru af fólki hvaðanæva að úr heiminum. Stærsti einstaki viðburðinn var síðan ráðstefna í Veröld í Reykjavík 16. júní 2022 þar sem haldin voru um 35 erindi og þátttakendur voru um 160 talsins. Þar af voru hátt í hundrað á staðnum en viðburðurinn var einnig í netstreymi og tekinn upp. Erindin eru öll aðgengileg hér.

Hérlendir samstarfsaðilar Gunnarsstofnun við að skipuleggja ráðstefnunni voru: Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík, Tækniskólinn, Miðstöð stafrænna hugvísinda og lista, Minjastofnun Íslands, Þjóðminjasafn Íslands, Gagarín, 1238 á Sauðárkróki og EFLA. Ráðstefnan tókst vel og vakti athygli. Forstöðumaður fór m.a. í viðtöl á Hringbraut, Rás 1 og Rás 2 til að kynna hana og ræða um stafrænan menningararf. Eftir ráðstefnuna komu sjö fulltrúar erlendra samstarfsaðila austur á vinnustofur og fundi 17.-18. júní.

Kynning á NPA-verkefnum Gunnarsstofnunar

Forstöðumaður Gunnarsstofnunar tók þátt í lokaráðstefnu CUPIDO verkefnisins sem haldin var í Inverness í Skotlandi í júní til að kynna samstarfsnet um stafrænan menningararf á Norðurslóðum. Þá kynnti hann ásamt fleirum PHIVE-verkefnið á viðburði NPA í Kaupmannahöfn í maí 2022 og tók þátt í pallborði. CINE-verkefnið var síðan valið af hálfu NPA til kynningar á árlegri samkomu Interreg áætlana sem fram fór í Brussel seint í október 2022. Fóru Skúli Björn Gunnarsson forstöðumaður Gunnarsstofnunar og dr. Alan Miller frá University of St. Andrews og settu upp kynningarbás með sýndarveruleika, snertiskjám og fleiru sem góður rómur var gerður að.

Afrakstur verkefnisins og upplýsingar um samstarfsnetið er að finna á http://northernheritage.org