Skip to main content

Kirkjuhamar


Kirkjuhamar nefnist allhár stuðlabergsklettur, rétt ofan vegar, um 1 km utan við Vallholt, sem gengur fram úr samnefndum hjalla, en uppi á honum er tún. Þar hafa menn lengi trúað að væri kirkja huldufólksins í Fljótsdal. "Í Kirkjuhamri var álfakirkja. Þangað sást skip koma siglandi eftir Lagarfljóti og upp eftir Jökulsá, sem þá féll að hamrinum, og hvarf skipið þar (Örnefnaskrá, viðbætur). Eitt sinn á gamlárskvöld átti að hafa sést fara þangað bátur með prúðbúnu fólki og hverfa þar ("Kirkjuhamar". Gríma hin nýja V, 135).