Staðsetning: 65.0580556 N, 14.8624999 W
Hlutverk:Stekkur
Tegund:Tóft
"Á Timburfleti eru tættur eftir fráfærustekk, og því stundum nefnt Stekkahjalli." (Örnefnaskrá). Timburflötur (Timburhjalli) er í fjallshlíðinni, utan og ofan við Hrólfsgerði. Að sögn Gunnlaugs Kjerúlfs er hjallinn nú nefndur Stekkjarhjalli, því að yst á honum er stekkjartótt, vallgróin; sést á loftmynd. Stekkjarlækur rennur þar niður (Örnefnaskrá H. Hg.).