Aðventa lesin á Skriðuklaustri
ÞESSUM VIÐBURÐI ER AFLÝST VEGNA SLÆMRAR VEÐURSPÁR. MINNUM Á UPPLESTUR AÐVENTU Í REYKJAVÍK Á DYNGJUVEGI 8 HJÁ RITHÖFUNDASAMBANDINU ÞANN 14. DES. KL. 13.30. ÞAR LES GUÐRÚN ÁSMUNDSDÓTTIR LEIKKONA.
Að venju er síðasti viðburður ársins á Skriðuklaustri lestur á Aðventu Gunnars í skrifstofu skáldsins á þriðja sunnudegi í aðventu. Vésteinn Ólason professor emeritus mun að þessu sinni fylgja gestum um öræfin með Benedikt, Eitli og Leó og hefst lesturinn kl. 14.00. Heitt á könnunni og notaleg kyrrðarstund í jólaundirbúningnum. Veðurspáin fyrir sunnudag er í anda bókarinnar en við vonum það besta.
- Created on .